Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
RML hefur myndað viðbragðsteymi
Fréttir 21. nóvember 2014

RML hefur myndað viðbragðsteymi

Höfundur: smh

Ráðgjafarmiðstöð landbún­aðarins (RML) hefur enga beina aðkomu að viðbragðsáætlunum varðandi möguleg hamfaraflóð ef það byrjar að gjósa undir jökli. Þó hefur viðbragðsteymi verið myndað innan RML sem hefur það hlutverk að fylgjast náið með þróun mála.

Borgar Páll Bragason.

„Í þessu teymi eru ráðunautar sem eru vel upplýstir af Almannavörnum og vinna náið með þeim enda hafa þeir yfirgripsmikla staðþekkingu,“ segir Borgar Páll Bragason, fagstjóri í nytjaplöntum hjá RML, sem stýrir viðbragðsteyminu. „Aðrir sem eru í teyminu eru María Svanþrúður Jónsdóttir sem er á Húsavík. 

Hún er mjög vel inni í málum á því svæði þar sem hún vinnur náið með Almannavörnum í umboði sýslumanns. Þá er Guðfinna Harpa Árnadóttir á Egilsstöðum sem hefur einnig komið að vinnu Almannavarna á því svæði. Síðan er það Pétur Halldórsson á Hvolsvelli sem þekkir vel til málanna þegar gaus undir Eyjafjallajökli og í Grímsvötnum.

RML hefur í raun ekkert skilgreint hlutverk ef til goss kemur undir jökli. Starfsemi okkar mun án efa laskast eins og hjá öðrum fyrirtækjum sem starfa á landsvísu ef samgöngur og fjarskipti fara úr skorðum, en við höfum þó starfsstöðvar vítt og breitt um landið sem gerir okkur ágætlega í stakk búin til að sinna okkar ráðgjafarhlutverki.

Okkar starfsfólk á hættusvæðum mun fylgja því sem öðrum almenningi er fyrir lagt að gera af Almannavörnum.“

Vegaframkvæmdum forgangsraðað
Fréttir 4. desember 2024

Vegaframkvæmdum forgangsraðað

Alls verður rúmum 27 milljörðum króna ráðstafað til framkvæmda og viðhalds á veg...

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina
Fréttir 4. desember 2024

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina

Fremur mun fátítt að hrossafeiti sé notuð í sápuframleiðslu hérlendis. Úr tíu kí...

Nýr skóli byggður
Fréttir 3. desember 2024

Nýr skóli byggður

Fyrsta skóflustungan var tekin á dögunum að nýjum Bíldudalsskóla sem verður samr...

Ávextir beint frá spænskum bónda
Fréttir 3. desember 2024

Ávextir beint frá spænskum bónda

Rekstur norðlenska innflutnings­fyrirtækisins Fincafresh hefur vaxið jafnt og þé...

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga
Fréttir 2. desember 2024

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga

Vonast er til að að aukin þekking á sálfræðilegum hliðum byggðamála geti stuðlað...

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð
Fréttir 29. nóvember 2024

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð

Suðurnesjamaðurinn Ingvar Georg Georgsson hefur verið ráðinn í starf slökkviliðs...

Rannsókn ungra bænda
Fréttir 29. nóvember 2024

Rannsókn ungra bænda

Samtök ungra bænda (SUB) eru að kortleggja hindranir og hvata nýliðunar og kynsl...

Haustrúningur í fullum gangi
Fréttir 29. nóvember 2024

Haustrúningur í fullum gangi

Baldur Stefánsson, rúningsmaður frá Klifshaga í Öxarfirði, klippir tólf til þret...