Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Gunnar Þorgeirsson í Ártanga, formaður Sambands garðyrkjubænda.
Gunnar Þorgeirsson í Ártanga, formaður Sambands garðyrkjubænda.
Mynd / smh
Fréttir 9. ágúst 2017

Sala á grænmeti dregist saman um 20 prósent

Á vef Ríkisútvarpsins í dag er haft eftir Gunnari Þorgeirssyni, formanni Sambands garðyrkjubænda, að sala á íslensku grænmeti hafi dregið saman um 20 prósent í sumar miðað við sama tíma í fyrra. Telur hann að samdráttinn megi rekja til aukinnar samkeppni og innkomu Costco á markaðinn.

„Aðvitað hefur þetta haft talsverð áhrif og þá sérstaklega í þessum tegundum, eins og tómötum og papriku. En þetta er nú heldur að ná jafnvægi en við viljum nú gjarnan að íslenskt grænmeti verði til sölu í Costco,“ segir Gunnar í viðtali við Ríkisútvarpið. Hann bætir því við að garðyrkjubændur séu í viðræðum við Costco og niðurstaða úr þeim viðræðum verði fljótlega ljós.

Hann segir einnig að meira af grænmeti hafi í sumar verið fryst til frekari vinnslu eða fargað.

Í fréttinni kemur einnig fram að íslenskir jarðaberjaræktendur hafi þurft að lækka verð um 20 prósent til að mæta samkeppninni.

Aukin bandvídd á Vestfjörðum
Fréttir 27. ágúst 2024

Aukin bandvídd á Vestfjörðum

Nýr bylgjulengdarbúnaður á stofnneti Mílu á Vestfjörðum styður nú við aukna band...

Saman í rannsóknir
Fréttir 27. ágúst 2024

Saman í rannsóknir

Matís og Landbúnaðarháskóli Íslands hafa gert með sér samstarfssamning til að au...

Bændamarkaður á Grund á Jökuldal
Fréttir 27. ágúst 2024

Bændamarkaður á Grund á Jökuldal

Í sumar hefur bændamarkaður verið rekinn á Grund á Jökuldal við Stuðlagil, fjöls...

Fiskeldisskóli slær í gegn
Fréttir 26. ágúst 2024

Fiskeldisskóli slær í gegn

Fiskeldisskóli unga fólksins hefur víða verið vel sóttur í sumar.

Mesti vöxturinn í mjólkurframleiðslu
Fréttir 23. ágúst 2024

Mesti vöxturinn í mjólkurframleiðslu

Búist er við að neysla á landbúnaðarvörum á heimsvísu aukist um 13 prósent á næs...

Anton Kári sveitarstjóri er nýr formaður
Fréttir 23. ágúst 2024

Anton Kári sveitarstjóri er nýr formaður

Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra, er nýr formaður stjórn...

Bændur í sólarselluverkefni
Fréttir 23. ágúst 2024

Bændur í sólarselluverkefni

Fyrirtækið Alor sérhæfir sig í orkulausnum, meðal annars innleiðingu á framleiðs...

Upplýsingavefur um líforkuver fyrir dýraleifar
Fréttir 22. ágúst 2024

Upplýsingavefur um líforkuver fyrir dýraleifar

Vefurinn Líforka.is var formlega opnaður fyrir skemmstu, sem er upplýsingavefur ...