Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Sala á innlendu kjöti hefur dregist saman um 4,3% á ársgrundvelli
Mynd / Landssamtök Sauðfjárbnda
Fréttir 16. september 2014

Sala á innlendu kjöti hefur dregist saman um 4,3% á ársgrundvelli

Höfundur: Vilmundur Hansen

Sala á kindakjöti í ágúst síðast liðinn  var 642 tonn, en í sama mánuði 2013 var salan 621 tonn. Miðað við sama ársfjórðung og 2013, júní-ágúst, var salan 3,4% meiri en 2,4 % minni miðað við 12 mánaða tímabil. Frá þessu er greint á vef Landssamtaka sauðfjárbænda.

Markaðshlutdeildin kjöts á tólf mánaða tímabili, ágúst til september, skiptist þannig að alifuglakjöt er í 1. sæti (32,1%), kindakjöt í 2. sæti (26,7%), svínakjöt í þriðja (24,3%), nautakjöt í fjórða(14,7%) og hrossakjöt (2,3%). Heildarsala á innlendu kjöti dróst saman um 4,3% á tímabilinu.

Allar ofangreindar tölur miðast við heildsölu afurðastöðva á innlendu kjöti. Innflutt kjöt er ekki talið með, en ekki var flutt inn neitt lamba- eða kindakjöt fyrstu sjö mánuði ársins 2014. Hinsvegar er verulega aukinn innflutningur á öðru kjöti, einkanlega nautakjöti.

Útflutningur var 73 tonn í ágúst, samanborið við 131 tonn í ágúst 2013. Með útflutningi er heildarafsetning lamba- og kindakjöts 2% minni fyrstu átta mánuði ársins 2014 miðað við sömu mánuði 2013.

Birgðir í ágústlok, við upphaf sláturtíðar, voru 1.304 tonn, eða 239 tonnum meira en í lok ágúst 2013.  Þar af eru 1.140 tonn af framleiðslu ársins 2013.

Færri útflutt hross
Fréttir 7. janúar 2025

Færri útflutt hross

Útflutningur íslenskra hrossa árið 2024 verður minni en í fyrra.

Lækjarbakki flyst í Gunnarsholt
Fréttir 7. janúar 2025

Lækjarbakki flyst í Gunnarsholt

Ákveðið hefur verið að flytja meðferðarheimilið Lækjarbakka í Gunnarsholt á Rang...

Smáforrit til að panta sæðingar
Fréttir 6. janúar 2025

Smáforrit til að panta sæðingar

Smáforritið Fang, sem er notað fyrir pantanir á sæðingum og skráningar fyrir frj...

Haukur er nýr formaður Gæðingadómarafélagsins
Fréttir 6. janúar 2025

Haukur er nýr formaður Gæðingadómarafélagsins

Haukur Bjarnason, bóndi á hrossaræktarbúinu Skáney í Reykholtsdal, er nýr formað...

„Íslenskt lambakjöt“ verndað afurðaheiti
Fréttir 6. janúar 2025

„Íslenskt lambakjöt“ verndað afurðaheiti

Gagnkvæm viðurkenning er nú á landfræðilegum afurðaheitum Íslands og Bretlands o...

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu
Fréttir 3. janúar 2025

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu

Í haust keypti samlagsfélagið SÍA IV, framtakssjóður í rekstri sjóðstýringarfyri...

Hert á ferlunum
Fréttir 3. janúar 2025

Hert á ferlunum

Einfalda, hraða og stytta á ferli rammaáætlunar til að flýta fyrir orkuöflun í l...

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru
Fréttir 3. janúar 2025

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru

Framkvæmdir við uppbyggingu Laxeyjar á fiskeldi í Vestmanna­eyjum hafa gengið sa...