Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Samið um kjötútflutning til Hong Kong
Fréttir 19. júní 2014

Samið um kjötútflutning til Hong Kong

Höfundur: Freyr Rögnvaldsson

Opnað hefur verið fyrir útflutning á íslensku svína-, kinda- og hrossakjöti til manneldis til Hong Kong að uppfylltum skilyrðum.

Unnið hefur verið því að ná samningum um heilbrigðiskröfur við þarlend yfirvöld frá árinu 2011 og tók Matvælastofnun meðal annars á móti sendinefnd frá Hong Kong síðastliðið haust sem tók út íslenska kjötframleiðslu.

Með samningnum er heimilt að flytja út kjöt til Hong Kong sé það unnið í samþykktri starfsstöð og fylgi því heilbrigðisvottorð gefið út af Matvælastofnun. Innflytjendur þurfa svo að hafa skriflega heimild frá þarlendum yfirvöldum.

Ágúst Andrésson, formaður Samtaka afurðastöðva, fagnar þessum samningum. „Þetta er mjög gott fyrir okkur, þarna opnast tækifæri til útflutnings sem við getum nýtt til markaðssetningar á íslenskum afurðum. Við höfum verið að ýta á eftir því að gengið yrði frá þessu samkomulagi og það er fagnaðarefni að það skuli nú vera í höfn.“

Færri útflutt hross
Fréttir 7. janúar 2025

Færri útflutt hross

Útflutningur íslenskra hrossa árið 2024 verður minni en í fyrra.

Lækjarbakki flyst í Gunnarsholt
Fréttir 7. janúar 2025

Lækjarbakki flyst í Gunnarsholt

Ákveðið hefur verið að flytja meðferðarheimilið Lækjarbakka í Gunnarsholt á Rang...

Smáforrit til að panta sæðingar
Fréttir 6. janúar 2025

Smáforrit til að panta sæðingar

Smáforritið Fang, sem er notað fyrir pantanir á sæðingum og skráningar fyrir frj...

Haukur er nýr formaður Gæðingadómarafélagsins
Fréttir 6. janúar 2025

Haukur er nýr formaður Gæðingadómarafélagsins

Haukur Bjarnason, bóndi á hrossaræktarbúinu Skáney í Reykholtsdal, er nýr formað...

„Íslenskt lambakjöt“ verndað afurðaheiti
Fréttir 6. janúar 2025

„Íslenskt lambakjöt“ verndað afurðaheiti

Gagnkvæm viðurkenning er nú á landfræðilegum afurðaheitum Íslands og Bretlands o...

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu
Fréttir 3. janúar 2025

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu

Í haust keypti samlagsfélagið SÍA IV, framtakssjóður í rekstri sjóðstýringarfyri...

Hert á ferlunum
Fréttir 3. janúar 2025

Hert á ferlunum

Einfalda, hraða og stytta á ferli rammaáætlunar til að flýta fyrir orkuöflun í l...

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru
Fréttir 3. janúar 2025

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru

Framkvæmdir við uppbyggingu Laxeyjar á fiskeldi í Vestmanna­eyjum hafa gengið sa...