Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Samið um kjötútflutning til Hong Kong
Fréttir 19. júní 2014

Samið um kjötútflutning til Hong Kong

Höfundur: Freyr Rögnvaldsson

Opnað hefur verið fyrir útflutning á íslensku svína-, kinda- og hrossakjöti til manneldis til Hong Kong að uppfylltum skilyrðum.

Unnið hefur verið því að ná samningum um heilbrigðiskröfur við þarlend yfirvöld frá árinu 2011 og tók Matvælastofnun meðal annars á móti sendinefnd frá Hong Kong síðastliðið haust sem tók út íslenska kjötframleiðslu.

Með samningnum er heimilt að flytja út kjöt til Hong Kong sé það unnið í samþykktri starfsstöð og fylgi því heilbrigðisvottorð gefið út af Matvælastofnun. Innflytjendur þurfa svo að hafa skriflega heimild frá þarlendum yfirvöldum.

Ágúst Andrésson, formaður Samtaka afurðastöðva, fagnar þessum samningum. „Þetta er mjög gott fyrir okkur, þarna opnast tækifæri til útflutnings sem við getum nýtt til markaðssetningar á íslenskum afurðum. Við höfum verið að ýta á eftir því að gengið yrði frá þessu samkomulagi og það er fagnaðarefni að það skuli nú vera í höfn.“

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...