Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Oddur Már Gunnarsson forstjóri Matís ohf. og Gunnar Þorgeirsson, formaður stjórnar Garðyrkjuskóla Íslands, undirrita viljayfirlýsinguna.
Oddur Már Gunnarsson forstjóri Matís ohf. og Gunnar Þorgeirsson, formaður stjórnar Garðyrkjuskóla Íslands, undirrita viljayfirlýsinguna.
Mynd / Aðsend
Fréttir 25. mars 2021

Samstarf Garðyrkjuskóla Íslands og Matís

Höfundur: Ritstjórn

Föstudaginn 19. mars hittust Gunnar Þorgeirsson, formaður stjórnar Garðyrkjuskóla Íslands, og Oddur Már Gunnarsson forstjóri Matís ohf. en erindið var að ræða framhald á samstarfsverkefnum á vettvangi garðyrkjunnar og ýmsa möguleika þeim tengdum.

Matís hefur í gegnum árin unnið að fjölbreyttum verkefnum sem snúa að ræktun og landyrkju í samstarfi við bæði innlenda og erlenda aðila. Með aukinni áherslu á umhverfismál, lýðheilsu og sjálfbærni í samfélaginu eykst þörfin fyrir frekari þekkingu og fjölbreyttari starfsemi á þessu sviði. Því standa vonir til þess að aukið samstarf Matís og Garðyrkjuskóla Íslands muni leiða til enn meiri grósku þegar kemur að rannsóknum og nýsköpun á þessum vettvangi. 

Undirrituð var svohljóðandi viljayfirlýsing: 

,,Matís ohf. Kt. 670906-0190 staðfestir hér með vilja sinn til að auka samstarf um rannsóknar- og þróunarverkefni í garðyrkju í samstarfi við forsvarsaðila Garðyrkjuskóla Íslands kt. 560720-0410 og tengdra aðila.

Á undanförnum árum hefur Matís átt samstarf við fjölda aðila á vettvangi íslenskrar garðyrkju og hefur það samstarf einkennst af faglegum metnaði, gagnkvæmu trausti og virðingu í samskiptum.“

Gunnar Þorgeirsson væntir góðs af samstarfinu. ,,Það bíða fjölmörg verkefni úrlausnar og við höfum þá reynslu að innan Matís sé bæði að finna faglega getu og samstarfsgetu. Við hlökkum því til framhaldsins“.

 

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...