Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Á vefnum matarsoun.is kemur fram að Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna áætlar að um 1,3 milljónir tonna af mat fari í ruslið á hverju ári.
Á vefnum matarsoun.is kemur fram að Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna áætlar að um 1,3 milljónir tonna af mat fari í ruslið á hverju ári.
Mynd / 'matarsoun.is
Fréttir 12. september 2014

Samstöðuhátíð gegn matarsóun var haldin í Hörpu

Höfundur: /smh

Samstöðuhátíðin „Saman gegn matarsóun“ var haldin í Hörpu 6. september síðastliðinn. Hátíðin er liður í norrænu samvinnuverkefni (United Against Food Waste Nordic) sem gengur út á að minnka sóun á mat á öllum stigum framleiðslu og neyslu.

Viðburðir verða haldnir hjá öllum Norðurlandaþjóðunum á tímabilinu júní til október 2014 en verkefnið er hugsað til eins árs í senn. Auk viðburðarins í Hörpu verður framleidd heimildarmynd um matarsóun, gefin út matreiðslubók, framleiddur sjónvarpsþáttur, haldin námskeið fyrir almenning og stór málstofa verður skipulögð með aðkomu fagfólks.

Málefninu komið í umræðuna

Markmið samvinnuverkefnis er að koma matarsóun í umræðuna á Norðurlöndunum og finna raunverulegar lausnir. Það er styrkt af Norrænu ráðherranefndinni og upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna (UNRIC) en matarsóun er málefni sem skiptir miklu máli á heimsvísu og varðar umhverfismál, efnahagsmál og samfélagslega ábyrgð.

Á vefslóðinni matarsoun.is má finna nánari upplýsingar um verkefnið og ýmsan hagnýtan fróðleik, sem getur komið að gagni fyrir fólk sem vill minnka sóun á matvælum.

Færri útflutt hross
Fréttir 7. janúar 2025

Færri útflutt hross

Útflutningur íslenskra hrossa árið 2024 verður minni en í fyrra.

Lækjarbakki flyst í Gunnarsholt
Fréttir 7. janúar 2025

Lækjarbakki flyst í Gunnarsholt

Ákveðið hefur verið að flytja meðferðarheimilið Lækjarbakka í Gunnarsholt á Rang...

Smáforrit til að panta sæðingar
Fréttir 6. janúar 2025

Smáforrit til að panta sæðingar

Smáforritið Fang, sem er notað fyrir pantanir á sæðingum og skráningar fyrir frj...

Haukur er nýr formaður Gæðingadómarafélagsins
Fréttir 6. janúar 2025

Haukur er nýr formaður Gæðingadómarafélagsins

Haukur Bjarnason, bóndi á hrossaræktarbúinu Skáney í Reykholtsdal, er nýr formað...

„Íslenskt lambakjöt“ verndað afurðaheiti
Fréttir 6. janúar 2025

„Íslenskt lambakjöt“ verndað afurðaheiti

Gagnkvæm viðurkenning er nú á landfræðilegum afurðaheitum Íslands og Bretlands o...

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu
Fréttir 3. janúar 2025

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu

Í haust keypti samlagsfélagið SÍA IV, framtakssjóður í rekstri sjóðstýringarfyri...

Hert á ferlunum
Fréttir 3. janúar 2025

Hert á ferlunum

Einfalda, hraða og stytta á ferli rammaáætlunar til að flýta fyrir orkuöflun í l...

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru
Fréttir 3. janúar 2025

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru

Framkvæmdir við uppbyggingu Laxeyjar á fiskeldi í Vestmanna­eyjum hafa gengið sa...