Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Pete Ritchie frá Nourish Scotland flytur erindi á Matvælaþinginu.
Pete Ritchie frá Nourish Scotland flytur erindi á Matvælaþinginu.
Mynd / Gunnar Vigfússon
Fréttir 6. desember 2022

Samvinna möguleg

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Á Matvælaþingi matvælaráðuneytisins í Hörpu 22. nóvember flutti gestafyrirlesarinn Pete Ritchie frá samtökunum Nourish Scotland erindi um matvælaframleiðslu Skota og svaraði spurningum gesta um samanburð og mögulega samvinnu Skota og Íslendinga til framtíðar í matvælaframleiðslu. Telur hann möguleikana einkum felast í þróun kornræktar til manneldis.

Dagskrá þingsins hófst með því að Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra kynnti drögin en að svo búnu var Pete Ritchie, framkvæmdastjóri samtakanna Nourish Scotland, boðinn velkominn á svið til að varpa ljósi á matvælaframleiðslu Skota – og bera saman við þá íslensku.

Markmið samtakanna Nourish Scotland er að tryggja aðgang allra að næringarríkum mat á viðráðanlegu verði. Einnig að framleiðsla og dreifing matvæla sé unnin af umhyggju fyrir jarðvegi, loftslagi og lífríkinu og að matvælaframleiðendur, dreifingaraðilar og neytendur deili yfirráðum yfir matvælakerfinu. Samtökin leggja áherslu á að Skotar rækti meira af því sem þeir borða, og borði meira af því sem þeir rækta.

Áherslur á sauðfjár- og nautgriparækt

Í máli Ritchie kom fram að Skotar, líkt og Íslendingar, leggja talsverða áherslu á sauðfjár- og nautgriparækt. En öfugt við Íslendinga stunda þeir einnig öfluga kornrækt – aðallega til að standa straum af víðfrægri viskíframleiðslu sinni. Aðeins 15 prósent Skotlands er hins vegar ræktanlegt landbúnaðarland.

Stöðug mjólkurframleiðsla hefur verið í Skotlandi á undanförnum árum, en sauðfé fækkar þar eins og á Íslandi. Kjúklingaeldi og svínarækt er í austurhlutanum – en sú framleiðsla stendur engan veginn undir neyslu Skota á þessum matvörum. Kjúklingaeldi hefur dregist saman en svínarækt aukist. Eggjaframleiðsla er um allt Skotland.

Þá eru Skotar fiskveiðiþjóð, auk þess sem fiskeldi er þar vaxandi atvinnugrein.

Skotar fjarri fæðuöryggi

Helstu áskoranir Skota varðandi matvæli og matvælaframleiðslu, eru að mati Ritchie almennt slæmt mataræði þjóðarinnar – sem stafi af ódýrari, óhollum matvælum á matvælamarkaði – og sú staðreynd að þjóðin er fjarri því að búa við fæðuöryggi. Þá hafi jarðnæði í Skotlandi safnast á æ færri hendur, en verið sé að vinna í því að snúa þeirri þróun við og liðka fyrir nýliðun í landbúnaði.

Það sé í raun liður í nýrri landbúnaðarstefnu Skota, þar sem uppleggið er að auðvelda skoskum bændum að auka innlendan hlut í fæðuframboðinu.

Ritchie fékk allnokkrar spurningar frá gestum þingsins, sem snertu samanburð og mögulega samvinnu Skota og Íslendinga til framtíðar í matvælaframleiðslu. Hann telur að Íslendingar og Skotar eigi samleið í ýmsum málefnum. Sérstaklega nefndi hann mögulega samlegð þjóðanna í þróun kornræktar til manneldis. Þar sem Íslendingar búa yfir talsverðu landsvæði til akuryrkju og Skotar eiga öfluga frumkvöðla á sviði kornræktar, mætti hugsa sér samvinnu á þeim grunni.

Hægt væri að setja upp tilraunareiti og skala upp – þar sem hentug kornyrki yrðu þróuð til að þola kalt og blautt loftslag beggja landa.

Ósjálfbærni sjókvíaeldis

Þá mælti hann gegn laxeldi í sjókvíum fyrir bæði lönd – vegna þess að slíkt geti seint talist vera sjálfbær eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla – og frekar með landeldi þar sem möguleikar væru til dæmis á endurnýtingu dýrmætra næringarefna frá eldinu.

Skylt efni: matvælaþing

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu
Fréttir 3. janúar 2025

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu

Í haust keypti samlagsfélagið SÍA IV, framtakssjóður í rekstri sjóðstýringarfyri...

Hert á ferlunum
Fréttir 3. janúar 2025

Hert á ferlunum

Einfalda, hraða og stytta á ferli rammaáætlunar til að flýta fyrir orkuöflun í l...

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru
Fréttir 3. janúar 2025

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru

Framkvæmdir við uppbyggingu Laxeyjar á fiskeldi í Vestmanna­eyjum hafa gengið sa...

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð
Fréttir 2. janúar 2025

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð

Vænlegast þykir enn sem komið er að horfa til notkunar á verkuðu votheyi til nýt...

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð
Fréttir 2. janúar 2025

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð

Lagt er til að hugtakið kolefniseining verði skilgreint í lögum og að þær verði ...

Búsæld seldi KS- hlutinn í heild
Fréttir 30. desember 2024

Búsæld seldi KS- hlutinn í heild

Búsæld seldi hlut sinn í Kjarnafæði Norðlenska (KN) í heild til Kaupfélags Skagf...

Styrkir til verslana
Fréttir 30. desember 2024

Styrkir til verslana

Sex dagvöruverslanir í minni byggðarlögum kringum landið hlutu styrki frá innvið...

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans
Fréttir 27. desember 2024

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans

Stefán Hrafn Magnússon, hreindýrabóndi í Grænlandi, hefur gróðursett tré á landi...