Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Lárus Á. Hannesson, formaður Landssambands hestamanna.
Lárus Á. Hannesson, formaður Landssambands hestamanna.
Fréttir 2. desember 2014

Sáttarhugur í mönnum að sögn nýs formanns

Höfundur: Vilmundur Hansen

Talsverðar deilur hafa verið innan Landssambands hestamanna vegna staðarvals fyrir næsta landsmót. Deilurnar enduðu með því að Haraldur Þórarinsson sagði af sér formennsku í landsambandinu á stormasömu landsþingi þess. Ekki hefur enn verið tekin ákvörðun um staðsetningu næsta landsmóts.

Lárus Á. Hannesson, sem var kostinn formaður Landssambands hestamanna á framhaldsaðalfundi sambandsins fyrir skömmu, sagði í samtali við Bændablaðið að hann teldi vera sáttarhug í mönnum. „Ég á ekki von á öðru en að landssambandið eigi eftir að vinna sig út úr þessum erfiðleikum enda ekki farsælt fyrir nokkurn mann eða félag innan sambandsins að standa í deilum.“

Deilur um staðsetningu

Forsaga málsins er að Stjórn LH hafði ákveðið að hefja samningaviðræður við Gullhyl ehf., félag hestamannafélaga í Skagafirði, um að halda landsmótið árið 2016. Í byrjun október var samþykkt að draga þá ákvörðun til baka og ganga til samninga við hestamannafélagið Sprett í Kópavogi og Garðabæ um að halda mótið. Einnig hafði stjórn ákveðið að ganga til viðræðna við Fák í Reykjavík um að halda Landsmót árið 2018.

Skagfirðingum var tilkynnt um breytingar fáum dögum fyrir landsþing. Þeir lögðu á þinginu fram tillögu þess efnis að stjórn LH myndi draga til baka þá ákvörðun sína að halda ekki landsmót á Vindheimamelum árið 2016. Tillagan var samþykkt.

Í kjölfar þess sagði formaður stjórnar Landssambands hestamanna af sér og ný stjórn var kosin í kjölfarið.

Ákvörðun um staðsetningu óviss

Lárus segir að ekki sé enn búið að taka ákvörðun um hvar næsta landsmót verði haldið. „Við munum funda um málið á næstunni og í framhaldi af því hefst vinna við að finna landsmótinu staðsetningu. Nýja stjórnin er að skoða stöðuna og hvaða hugmyndir eru á lofti.“

Aðspurður segist Lárus ekki vilja gefa upp hvar hann persónulega vill halda næsta Landsmót hestamanna.

„Landsmót hestamanna er stórviðburður og endalausar hugmyndir um hvernig fyrirkomulag þess á að vera. Mótin eru þess vegna í stanslausri þróun og svo verður áfram um ókomna tíð,“ segir Lárus Á. Hannesson, formaður Landssambands hestamanna.

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...