Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Sauðfé fjarlægt af bæ í Suðurumdæmi
Fréttir 7. nóvember 2014

Sauðfé fjarlægt af bæ í Suðurumdæmi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Matvælastofnun svipti bónda í Suðurumdæmi sauðfé sínu vegna óviðunandi aðbúnaðar og umhirðu. Þetta kemur fram á heimasíðu stofnunarinnar.

Rúmlega 300 kindum á bænum hefur nú verið slátrað. Um ítrekuð brot var að ræða án þess að kröfur Matvælastofnunar um úrbætur væru virtar.

Matvælastofnun hefur haft afskipti af sauðfjárbýli í Suðurdæmi undanfarin ár vegna ófullnægjandi aðbúnaðar og umhirðu. Húsakostur á bænum var m.a. ófullnægjandi síðastliðinn vetur en tryggja þarf viðeigandi húsnæði og innréttingar skv. lögum um velferð dýra. Matvælastofnun gaf lokafrest til úrbóta til 15. september til að tryggja fullnægjandi aðstöðu dýra í vetur en kröfur um úrbætur voru ekki virtar.

Með dýravelferðarlögum hefur Matvælastofnun heimild til að framkvæma vörslusviptingu á dýrum þegar dýraeigendur fylgja ekki reglum um velferð dýra og virða ekki tilgreinda fresti sem þeim eru gefnir. Þær rúmlegu 300 kindur sem voru á bænum voru fjarlægðar og sendar til slátrunar.

Færri útflutt hross
Fréttir 7. janúar 2025

Færri útflutt hross

Útflutningur íslenskra hrossa árið 2024 verður minni en í fyrra.

Lækjarbakki flyst í Gunnarsholt
Fréttir 7. janúar 2025

Lækjarbakki flyst í Gunnarsholt

Ákveðið hefur verið að flytja meðferðarheimilið Lækjarbakka í Gunnarsholt á Rang...

Smáforrit til að panta sæðingar
Fréttir 6. janúar 2025

Smáforrit til að panta sæðingar

Smáforritið Fang, sem er notað fyrir pantanir á sæðingum og skráningar fyrir frj...

Haukur er nýr formaður Gæðingadómarafélagsins
Fréttir 6. janúar 2025

Haukur er nýr formaður Gæðingadómarafélagsins

Haukur Bjarnason, bóndi á hrossaræktarbúinu Skáney í Reykholtsdal, er nýr formað...

„Íslenskt lambakjöt“ verndað afurðaheiti
Fréttir 6. janúar 2025

„Íslenskt lambakjöt“ verndað afurðaheiti

Gagnkvæm viðurkenning er nú á landfræðilegum afurðaheitum Íslands og Bretlands o...

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu
Fréttir 3. janúar 2025

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu

Í haust keypti samlagsfélagið SÍA IV, framtakssjóður í rekstri sjóðstýringarfyri...

Hert á ferlunum
Fréttir 3. janúar 2025

Hert á ferlunum

Einfalda, hraða og stytta á ferli rammaáætlunar til að flýta fyrir orkuöflun í l...

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru
Fréttir 3. janúar 2025

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru

Framkvæmdir við uppbyggingu Laxeyjar á fiskeldi í Vestmanna­eyjum hafa gengið sa...