Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Sauðfjárrækt – Aðgerðir til eflingar
Lesendarýni 18. október 2017

Sauðfjárrækt – Aðgerðir til eflingar

Höfundur: Ásmundur Einar Daðason
Í nokkra mánuði hefur mikil tímabundin verðlækkun sauðfjárafurða legið fyrir. Ástæða lækkunarinnar er einkum vegna gengisþróunar og tímabundinnar lokunar á mörkuðum erlendis. 
 
Samtök bænda hafa átt í viðræðum við stjórnvöld um lausnir og í því sambandi lagt fram margvíslegar hugmyndir. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar með landbúnaðarráðherra í fararbroddi hefur því miður dregið lappirnar og ítrekað kemur í ljós skilningsleysi gagnvart stöðu landsbyggðarinnar. Tillögurnar sem stjórnvöld kynntu virtust einungis snúast um að fækka bændum og koma til móts við þá sem ætla að bregða búi en lítill vilji virtist vera til að styrkja stöðu þeirra sem ætla að halda áfram. Þetta er röng hugsun og er til þess fallin að veikja landsbyggðina til lengri tíma litið.
 
Það hefur komið vel fram hversu mikilvægt er að ráðherra landbúnaðarmála hafi skilning á byggðamálum. Hvernig stóð á því að Viðreisn fékk ráðuneyti landbúnaðarmála? Var það vegna mikils skilnings á byggðamálum eða var það vegna pólitísks samkomulags um að landbúnaðinum skyldi fórnað fyrir ráðherrastóla? Ef sú er raunin þá er það mikið ábyrgðarleysi gangvart bændum, fjölskyldum þeirra og einstökum byggðalögum sem byggja á sauðfjárrækt. Þeirri óvissu sem þessi ríkisstjórn hefur boðað er sem betur fer að ljúka og mikilvægt að við taki stöðugleiki og festa fyrir þau byggðalög sem byggja afkomu sína á landbúnaði.
  • Framsókn leggur áherslu á að ráðist verði strax í aðgerðir fyrir sauðfjárbændur að afloknum kosningum. Þar verði lögð sérstök áhersla á að horfa til framtíðar í stað þess að brjóta niður greinina. Helstu áherslur eiga að vera eftirfarandi:
  • Framsókn vill hætta við að greiða bændum sérstaklega fyrir að bregða búi eða slátra fullorðnu fé. Það á ekki að vera meginmarkmið stjórnvalda að fækka bændum um 20%.
  • Framsókn vill að samþykkt verði aukafjárveiting til að vega upp tímabundna tekjuskerðingu bænda vegna sláturstíðar í haust.
  • Framsókn vill styðja með beinum hætti við áætlanir bænda um sameiginlega markaðssetningu dilkakjöts á erlendum mörkuðum undir merkinu „Icelandic lamb“.
  • Framsókn vill að unnið verði að lagabreytingum til að ná fram sveiflujöfnun birgða á innanlandsmarkaði.
  • Framsókn vill að Byggðastofnun verði falið að fara yfir lánamál sauðfjárbænda til að koma í veg fyrir brottfall vegna tímabundinna skuldavandræða.
Atriðin sem talin eru hér að ofan eru ekki tæmandi en eru forgangsmál til að leysa stöðu sauðfjárbænda. Íslendingar vilja öfluga sauðfjárrækt og stuðningur við bændur er mikill í íslensku samfélagi eins og fram hefur komið síðustu mánuði. Nærri 30 sveitarfélög hafa sent frá sér ályktanir vegna stöðu sauðfjárbænda og margir aðrir hafa tjáð áhyggjur sínar af stöðunni. Sauðfjárræktin gegnir ekki einungis því hlutverki að framleiða matvæli heldur er hún víða undirstaða byggðar. Öflug sauðfjárrækt er því öflugasta byggðaaðgerðin á mörgum svæðum.
 
Það er ljóst að sauðfjárrækt sem og önnur innlend matvælaframleiðsla á mikil sóknarfæri og það er mikilvægt að tímabundin vandræði komi ekki í veg fyrir að menn horfi til framtíðar. Framsóknarflokkurinn mun standa með landbúnaði og innlendri matvælaframleiðslu að afloknum næstu alþingiskosningum.
 
Ásmundur Einar Daðason sækist eftir 1. sæti á lista Framsóknarflokksins í N- kjördæmi
Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar
Fréttir 29. október 2024

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar

Slow Food Reykjavík hélt hátíð í garðskála Grasagarðs Reykjavíkur dagana 18. og ...

Dagur sauðkindarinnar
Fréttir 29. október 2024

Dagur sauðkindarinnar

Þann 12. október síðastliðinn var dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu haldi...

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins
Fréttir 29. október 2024

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins

Vala Valtýsdóttir er nýr formaður stjórnar Lífeyrissjóðs bænda. Aukaaðalfundur s...

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar
Fréttir 28. október 2024

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar

Skipulagsstofnun birti þann 18. október til umsagnar matsáætlun fyrir mat á umhv...

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu
Fréttir 28. október 2024

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu

Auka þarf innlenda matvælaframleiðslu um 45–55 prósent næstu þrjátíu árin til að...

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé
Fréttir 28. október 2024

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé

Innleiðing á verndandi og mögulega verndandi arfgerðum gegn riðu í sauðfé gengur...

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju
Fréttir 25. október 2024

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju

Umsóknum um styrki vegna útiræktunar grænmetis fækkaði um fimm frá fyrra ári.

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast
Fréttir 25. október 2024

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast

Kennitala Sláturhússins á Hellu hefur verið afskráð og verður reksturinn færður ...