Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Segir SS hafa lækkað verð til bænda á íslensku svínakjöti um 9% frá áramótum
Fréttir 25. nóvember 2014

Segir SS hafa lækkað verð til bænda á íslensku svínakjöti um 9% frá áramótum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Sláturfélag Suðurlands hefur, frá því um síðustu áramót, þrýst innkaupsverði á svínakjöti niður um 9%, segir Hörður Harðarson, framkvæmdastjóri Svínaræktarfélags Íslands.
Samkvæmt upplýsingum á vef Hagstofunnar hefur verð á unnu kjöti, reyktu og söltuðu, hækkað til neytenda um 2% frá áramótum.

Hörður segir að þrátt fyrir lækkun á verði til bænda sjáist engin merki um að neytendur séu að njóta hennar í lækkun á verði á unninni vöru, reyktri eða saltaðri, frá SS.

„Reykt og saltað kjöt í unninni kjötvöru er að langstærstum hluta svínakjöt. Það er mikið af svínakjöti í pylsum. Skinka er uppistaða í áleggi sem framleitt er hér á landi og gæti numið um 70% en skinka er eingöngu unnin úr svínakjöti. Auk þess sem verð á beikoni hefur ekki lækkað þrátt fyrir að bændur séu að fá minna fyrir kílóið frá Sláturfélaginu.“

Gríðarleg aukning á innflutningi á kjöti

„Heildarinnflutningur á kjöti hefur aukist gríðarlega frá því á síðasta ári eða um tæp 77%.
Aukningin í innflutningi á svínakjöti fyrstu níu mánuði ársins er 18,4% eða úr 445 tonnum og í 527 frá sama tíma í fyrra. Hvað nautakjöt varðar hefur hreinlega orðið sprenging í innflutningi og hann farið úr 124 tonnum í 847 tonn frá sama tíma í fyrra.“

Segir Sláturfélagið leiðandi

Hörður segir að Sláturfélag Suðurlands hafi verið leiðandi í verðlækkununum til svínabænda en að aðrir sláturleyfishafar eins og Norðlenska hafi ekki lækkað verð til bænda. „Enda ábyrgir aðilar þar sem vita að búin verða ekki rekin ef verð til bænda er of lágt.“


Mikill þrýstingur á innflutning

„Vegna viðskiptabanns Rússa á vörur frá Evrópusambandinu er mikill þrýstingur á innflutning á kjöti hingað frá ESB. Vegna þessa hefur innflutningsverð á svínakjöti lækkað verulega frá löndum eins og Danmörku, Þýskalandi, Belgíu og Póllandi, þar sem notkun á sýklalyfjum við kjötframleiðslu er mjög víðtæk.

Á sama tíma eru svínabændur hér á landi bundnir í báða skó og hafa takmarkaða möguleika á að flytja út kjöt,“ segir Hörður Harðarson, framkvæmdastjóri Svínaræktarfélags Íslands.

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...