Sex milljón hektarar á tólf árum
Indónesía er komið efsta á lista yfir lönd þar sem skógareyðing er mest í heiminum. Skógar eru brenndir og feldir í stórum svæðum til að fá ræktarland fyrir olíupálma sem pálmaolía er unnin úr. Samanburður á gervihnattamyndum frá 2000 og 2012 sýnir að gríðarlega mikið skóglendi hefur verið rutt og að um 40% af því er innan friðaðra svæða.
Talið er að rúmleg sex milljón hektarar af skóglendi hafi verið feldir á þessum tólf árum. Samanburður á gervihnattamyndunum sýnir einnig að landsvæðin sem eru rudd hafa verið hafa verið að stækka ár frá ári.