Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Sex milljónir til verndar og viðhalds gönguleiða á Þórsmerkursvæðinu
Fréttir 16. apríl 2014

Sex milljónir til verndar og viðhalds gönguleiða á Þórsmerkursvæðinu

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur ákveðið að veita 6 milljónir til verndaraðgerða og viðhalds á gönguleiðum á Þórsmörk og Goðalandi í sumar. Þessi svæði eru í umsjá Skógræktar ríkisins. Mikið verk er að byggja upp og halda við þeim 90 kílómetrum af gönguleiðum sem liggja um þessi svæði.
 
Landvarsla efld á nokkrum svæðum
 
Einnig voru veittar rúmar 14 milljónir króna til uppbyggingar og landvörslu á friðlýstum svæðum og mikilvægum ferðamannastöðum í umsjá Umhverfisstofnunar. Verður fjármagnið nýtt til verkefna sem koma eiga til framkvæmda í vor og sumar í Mývatnssveit, Þórsmörk, Friðlandi að Fjallabaki, til gönguleiðarinnar „Laugavegarins“ og við Gullfoss. Jafnframt verður landvarsla og umsjón efld í vor og sumar í Mývatnssveit, Þórsmörk, Friðlandi að Fjallabaki og í Borgarfirði. 
 
Fjármunirnir í forgangsverkefni nýtast til að lagfæra og koma í veg fyrir frekari spjöll vegna ágangs ferðamanna. Stofnanirnar vinna að þessum verkefnum með ýmsum aðilum. Þetta eru viðbótarframkvæmdir á nokkrum mikilvægum svæðum þar sem mikið álag er á náttúruna og verndaraðgerðir mikilvægar.
 
Gönguleiðir samtals um 90 km
 
Framlagið sem Skógrækt ríkisins fær til verkefna á Þórsmörk verður nýtt til að greiða fæðiskostnað, fyrir efni, verkstjórn og annan kostnað við framkvæmdir sem unnar verða af sjálfboðaliðum á Merkursvæðinu. Munu hóparnir vinna áfram að uppbyggingu og lagfæringu gönguleiða á Þórsmerkursvæðinu í framhaldi af því mikla og góða starfi sem starfsfólk Skógræktar ríkisins og sjálfboðaliðar hafa unnið þar á síðustu árum. 
Gönguleiðirnar eru samtals um 90 km að lengd og mikið verk óunnið í viðhaldi þeirra.
 
Ýmsir hafa styrkt verkefni þessi undanfarin ár svo sem Framkvæmdasjóður ferðamanna-staða, Pokasjóður, Ferðamálastofa, Umhverfissjóður Landsbankans o.fl. Leitað hefur verið eftir styrkjum frá fleirum svo hægt verði að gera enn betur. 
 
Ferðaþjónustan á svæðinu, sem er undir hatti Vina Þórsmerkur hefur stutt við verkefnið. Nú er unnið að gerð deiliskipulags fyrir Þórsmerkursvæðið og verða framkvæmdir unnar í samræmi við það.

2 myndir:

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...