Sjö sóttu um stöðu rektors við Landbúnaðarháskóla Íslands
Alls sóttu sjö einstaklingar um stöðu rektors við Landbúnaðarháskóla Íslands. Umsóknarfrestur rann út 5. desember síðast liðinn.
Nöfn umsækjendanna sjö eru Björn Þorsteinsson, Freyr Einarsson, Guðmundur Kjartansson, Ívar Jónsson, Jón Örvar G. Jónsson, Sigríður Kristjánsdóttir og Þórunn Pétursdóttir.
Háskólaráð LbhÍ ákvað á fundi sínum í morgun að vísa umsóknum til valnefndar en í henni sitja Ásgeir Jónsson, Guðfinna Bjarnadóttir og Torfi Jóhannesson.