Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Það var óvenjumikið vatn í Selánni, sem sést hér liðast niður dalinn. Á myndinni er horft yfir bæjarhúsin á Skjaldfönn og yfir dalinn í átt að Laugalandi sem stendur handan árinnar.
Það var óvenjumikið vatn í Selánni, sem sést hér liðast niður dalinn. Á myndinni er horft yfir bæjarhúsin á Skjaldfönn og yfir dalinn í átt að Laugalandi sem stendur handan árinnar.
Fréttir 17. júlí 2014

Skemmdir í Skjaldfannardal

Höfundur: Vilmundur Hansen

Talsverðar skemmdir hafa orðið á varnargörðum við bæinn Skjaldfönn í Skjaldfannardal í kjölfar leysinga og vatnavaxta í Selá sem fylgdu djúpri lægð sem gekk yfir landið fyrir skömmu. Allir skurðir eru fullir af vatni og tún kaffærð í jökulleir.

Indriði Aðalsteinsson, bóndi á Skjaldfönn í Skjaldfannardal við Ísafjarðardjúp, segir gríðarlegar leysingar hafa verið í síðustu viku og hreint ekkert annað en hamfaraflóð í dalnum.

Snjóþungur vetur

„Veturinn var einstaklega snjóþungur og í kjölfar lægðarinnar sem gekk yfir landið ekki alls fyrir löngu urðu miklar leysingar ásamt mikilli útkomu og aðstæður þannig bráðnunin varð nánast öll í einu og það fór allt á flott.“

Indriði segir engar heimildir um flóð af þessu tagi áður í Skjaldfannardal enda mjög sérstakar aðstæður að ræða þegar fara saman mikil snjóalög og mikla úrkomu.

Skemmdir á varnargörðum

Að sögn Indriða eru talsverðar skemmdir á varnargörðum við Selá en görðunum er ætlað að verja túnin á Skjaldfönn fyrir ágangi Selár og landbroti. „Selá er jökulá sem ber fram gríðarlegt magn af möl og sandi og farvegur hennar breytist ört. Í flóðinu núna má segja að áin hafi eyðilegt þrjá af fjórum mikilvægustu varnargörðunum á jörðinni. Tjónið er því upp á margar milljónir króna.“

Túnin á kafi í leir

Í vatnavöxtunum rann áin einnig yfir tún og kaffærði þau í jökulleir sem gras á erfitt með að vaxa upp í gegn. Indriði óttast því að lítið hey fáist af túnunum í sumar.

„Til viðbótar þessu eru allir skurðir á Skjaldfönn fullir af jökulvatni úr Selá sem étur bakka þeirra og grynnir um leið,“ segir Indriði.

11 myndir:

Færri útflutt hross
Fréttir 7. janúar 2025

Færri útflutt hross

Útflutningur íslenskra hrossa árið 2024 verður minni en í fyrra.

Lækjarbakki flyst í Gunnarsholt
Fréttir 7. janúar 2025

Lækjarbakki flyst í Gunnarsholt

Ákveðið hefur verið að flytja meðferðarheimilið Lækjarbakka í Gunnarsholt á Rang...

Smáforrit til að panta sæðingar
Fréttir 6. janúar 2025

Smáforrit til að panta sæðingar

Smáforritið Fang, sem er notað fyrir pantanir á sæðingum og skráningar fyrir frj...

Haukur er nýr formaður Gæðingadómarafélagsins
Fréttir 6. janúar 2025

Haukur er nýr formaður Gæðingadómarafélagsins

Haukur Bjarnason, bóndi á hrossaræktarbúinu Skáney í Reykholtsdal, er nýr formað...

„Íslenskt lambakjöt“ verndað afurðaheiti
Fréttir 6. janúar 2025

„Íslenskt lambakjöt“ verndað afurðaheiti

Gagnkvæm viðurkenning er nú á landfræðilegum afurðaheitum Íslands og Bretlands o...

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu
Fréttir 3. janúar 2025

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu

Í haust keypti samlagsfélagið SÍA IV, framtakssjóður í rekstri sjóðstýringarfyri...

Hert á ferlunum
Fréttir 3. janúar 2025

Hert á ferlunum

Einfalda, hraða og stytta á ferli rammaáætlunar til að flýta fyrir orkuöflun í l...

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru
Fréttir 3. janúar 2025

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru

Framkvæmdir við uppbyggingu Laxeyjar á fiskeldi í Vestmanna­eyjum hafa gengið sa...