Skógarhögg í Brasilíu í hefur dregist saman um 18% á 12 mánuðum
Umhverfisráðaherra Brasilíu sagði í yfirlýsingu í síðustu viku að skógarhögg í landinu hefði dregist saman um 18% á síðustu tólf mánuðum.
Að sögn ráðherrans hefur skógarhögg í landinu ekki verið minna frá árinu 1988 og það minnsta í 25 ár. Á tímabilinu frá ágúst 2013 og út júlí 2014 er talið að skógur hafi verið feldur á 4.848 ferkílómetrum lands en á 5.891 ferkílómetrum á tólf mánaða tímabili þar á undan. Útreikningarnir eru gerði út frá gervihnattamyndum.
Yfirlýsingin kemur mörgum á ánægjulega á óvart því umhverfissamtök sem láta sig málið varða telja að lítið hafi dregið úr skógarhögginu og að enn sé verið að fella tré á stórum svæðum. Auk ólöglegs skógarhögg er mikið skólendi fellt til að auka nautgriparækt, ræktun á sojabaunum og vegna timburframleiðslu.
Í Amasonskóginum sem er um 6,1 ferkílómetrar að stærð er að finna um 1/3 af öllum líffræðilegum fjölbreytileika jarðkúlunnar. 60% skógarins er inna landamæra Brasilíu.