Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Skógarmafían stórtæk í skógarhöggi
Fréttir 17. nóvember 2014

Skógarmafían stórtæk í skógarhöggi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Ólöglegt skógarhögg er víðar vandamál en í hitabeltisskógum Suður Ameríku og Asíu því víða í Balkanlöndunum, Rúmeníu, Búlgaríu, Albaníu og Moldavíu sem dæmi, er ólögleg felling trjáa orðið verulegt vandamál.

Í Rúmeníu einni er talið að um 600.000 rúmmetrar af trjám hafi verið feld á síðasta ári. Áætlaður hagnaður af timbrinu er ríflega 3 milljarðar króna. Ástandið í öðrum Balkanríkjum er talið svipað og að spillt kerfi mútuþægra embættismanna geri lítið til að stöðva skógarhöggið. Talið er að um 25% af öllu skógarhöggi í þessum löndum sé ólöglegt.

Mest er skógarhöggið til fjalla þar sem eftirlitið er minnst og í útjöðrum þjóðgarða. Víða í þessum fjöllum vaxa sjaldgæfar furutegundir og er gengið svo nærri sumum þeirra að þær eru talda í útrýmingarhættu.  Orðið „Balkan“ þýðir á tyrknesku röð af skógivöxnum fjöllum.

Trjám og greinum hefur lengi verið safnað í skógunum til eldiviðar en eftir að skógarmafían sá hagnað í viðnum hefur skógarhöggið margfaldast. Vinnsla viðarins fer yfirleitt fram í skjóli löglegra skógarnytja.
 

Færri útflutt hross
Fréttir 7. janúar 2025

Færri útflutt hross

Útflutningur íslenskra hrossa árið 2024 verður minni en í fyrra.

Lækjarbakki flyst í Gunnarsholt
Fréttir 7. janúar 2025

Lækjarbakki flyst í Gunnarsholt

Ákveðið hefur verið að flytja meðferðarheimilið Lækjarbakka í Gunnarsholt á Rang...

Smáforrit til að panta sæðingar
Fréttir 6. janúar 2025

Smáforrit til að panta sæðingar

Smáforritið Fang, sem er notað fyrir pantanir á sæðingum og skráningar fyrir frj...

Haukur er nýr formaður Gæðingadómarafélagsins
Fréttir 6. janúar 2025

Haukur er nýr formaður Gæðingadómarafélagsins

Haukur Bjarnason, bóndi á hrossaræktarbúinu Skáney í Reykholtsdal, er nýr formað...

„Íslenskt lambakjöt“ verndað afurðaheiti
Fréttir 6. janúar 2025

„Íslenskt lambakjöt“ verndað afurðaheiti

Gagnkvæm viðurkenning er nú á landfræðilegum afurðaheitum Íslands og Bretlands o...

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu
Fréttir 3. janúar 2025

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu

Í haust keypti samlagsfélagið SÍA IV, framtakssjóður í rekstri sjóðstýringarfyri...

Hert á ferlunum
Fréttir 3. janúar 2025

Hert á ferlunum

Einfalda, hraða og stytta á ferli rammaáætlunar til að flýta fyrir orkuöflun í l...

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru
Fréttir 3. janúar 2025

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru

Framkvæmdir við uppbyggingu Laxeyjar á fiskeldi í Vestmanna­eyjum hafa gengið sa...