Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Guðmundur Þ. Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handbolta, mun halda erindi á fundum Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins og Framleiðnisjóðs þar sem hann hvetur bændur áfram í nýsköpun.
Guðmundur Þ. Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handbolta, mun halda erindi á fundum Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins og Framleiðnisjóðs þar sem hann hvetur bændur áfram í nýsköpun.
Mynd / Björgvin Franz Björgvinsson
Á faglegum nótum 20. ágúst 2018

Sköpunarstarf í sveitum: Gríptu boltann!

Höfundur: Sigríður Ólafsdóttir ráðunautur og verkefnisstjóri so@rml.is
Undanfarin tvö ár hefur orðið gríðarlegt verðfall á afurðastöðvaverði sauðfjárafurða og hefur það veikt mjög rekstrargrundvöll sauðfjárbúa. Þessi staða hefur mismunandi áhrif milli landsvæða, vegna mismunandi vægis sauðfjárræktar í atvinnulífi einstakra svæða. Flestum er þó ljóst að staðan sem nú er uppi er raunveruleg ógn við þau byggðalög sem reiða sig hvað mest á sauðfjárrækt sem atvinnugrein. 
 
Eflum vöruþróun og nýsköpun
 
Þegar unnið er með vörur ýmiss konar, og þá ekki hvað síst matvöru, er mikilvægt að hafa í frammi stöðuga vöruþróun til að sem best sé hægt að mæta þeim þörfum sem neytendur hafa hverju sinni. Þegar svona árar er mikilvægara en nokkru sinni að styðja við hvers kyns vöruþróun og nýsköpun, sem bændur geta nýtt sér til að auka verðmætasköpun á jörðum sínum og þar með til að styrkja rekstrargrundvöll sinna búa og áframhaldandi búsetu í sveitum. Jafnframt þurfa bændur að leita allra leiða og nýta eins vel og kostur er þann stuðning sem er í boði til framþróunar.
 
Forsvarsaðilar Framleiðnisjóðs landbúnaðarins, í samstarfi við Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, hafa ákveðið að hrinda af stað verkefni sem hefur það að markmiði að hvetja til nýsköpunarstarfs í sveitum. Leitast verður við að miðla þekkingu og reynslu þeirra sem þegar hafa farið af stað með nýsköpunarverkefni og styðja við hugmyndavinnu og þróun verkefna frá hugmynd til raunveruleika. Markhópur verkefnisins eru bændur á lögbýlum sem eru að velta fyrir sér sölu á hvers kyns framleiðslu eða þjónustu, hvort sem það er á sviði fullvinnslu landbúnaðarafurða eða á öðrum sviðum atvinnulífs.
 
Fundir og ráðgjöf
 
Verkefninu verður hrundið af stað með fundaherferð. Í framhaldinu verður boðið upp á aðstoð ráðunauta við mótun hugmynda og við áætlanagerð og ekki síst við umsóknarferli til Framleiðnisjóðs. Áhersla verður lögð á að hvetja bændur til að hrinda úr vör hugmyndum sem mögulega hafa verið lengi í farvatninu en ekki komist til framkvæmdar. 
 
Fyrsti áfangi verkefnisins hefst með fjórum hvatningarfundum á Norðvesturlandi, í Dalasýslu og Strandasýslu. Á þessum fundum verða haldnir fyrirlestrar um markmiðasetningu, reynslu fólks sem hefur ástundað vöruþróun eða tekist á við óhefðbunda atvinnuuppbyggingu á sínum jörðum, ásamt leiðbeiningum varðandi styrki þá sem leita má eftir til nýsköpunar. Í framhaldi þessara funda stendur fundargestum sem uppfylla skilyrði Framleiðnisjóðs varðandi styrkveitingar, til boða að fá niðurgreidda aðstoð við vinnslu umsókna til sjóðsins. 
 
Fundarsvæði þessa fyrsta áfanga verkefnisins er eftirfarandi: 
 
Skagafjarðarsýsla, Húna­vatnssýslur, Strandasýsla og Dalasýsla. Jafnframt er stefnt að sambærilegri framkvæmd í öðrum landshlutum eins fljótt og kostur er.
 
Áformað fundatímabil er 22.–28. ágúst og má sjá nánari upplýsingar í sér auglýsingu hér í blaðinu á blaðsíðu 13. 
 
Aðalfyrirlesari fundanna er Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handbolta. Að auki verða fengnir til leiks reynsluboltar í sölu afurða beint frá býli, sem munu miðla af reynslu sinni varðandi þróun og markaðssetningu vara og þjónustu. 
 
Fundirnir verða öllum opnir og eru sem flestir hvattir til að mæta. 
 
Frekari upplýsingar um fundina og verkefnið í heild má nálgast hjá Sigríði Ólafsdóttur, verkefnisstjóra og ráðunauti hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins.
 
Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar
Fréttir 29. október 2024

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar

Slow Food Reykjavík hélt hátíð í garðskála Grasagarðs Reykjavíkur dagana 18. og ...

Dagur sauðkindarinnar
Fréttir 29. október 2024

Dagur sauðkindarinnar

Þann 12. október síðastliðinn var dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu haldi...

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins
Fréttir 29. október 2024

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins

Vala Valtýsdóttir er nýr formaður stjórnar Lífeyrissjóðs bænda. Aukaaðalfundur s...

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar
Fréttir 28. október 2024

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar

Skipulagsstofnun birti þann 18. október til umsagnar matsáætlun fyrir mat á umhv...

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu
Fréttir 28. október 2024

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu

Auka þarf innlenda matvælaframleiðslu um 45–55 prósent næstu þrjátíu árin til að...

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé
Fréttir 28. október 2024

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé

Innleiðing á verndandi og mögulega verndandi arfgerðum gegn riðu í sauðfé gengur...

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju
Fréttir 25. október 2024

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju

Umsóknum um styrki vegna útiræktunar grænmetis fækkaði um fimm frá fyrra ári.

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast
Fréttir 25. október 2024

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast

Kennitala Sláturhússins á Hellu hefur verið afskráð og verður reksturinn færður ...