Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Skráning á tjóni vegna álfta og gæsa
Fréttir 9. júlí 2014

Skráning á tjóni vegna álfta og gæsa

Nú hefur verið opnað fyrir skráningu á tjóni af völdum gæsa og álfta í ræktunarlandi bænda. Tilkynningarform er nú aðgengilegt fyrir bændur inn á Bændatorginu undir liðnum ,,Umsóknir“. Upplýsingarnar verða jafnharðan skráðar í gagnagrunn, sem nýtast á við frekari úrvinnslu og til ákvörðunartöku fyrir stjórnvöld, sem taka ákvörðun um framhaldið.

Framhaldið mun ráðast af þátttöku bænda í verkefninu við að tilkynna tjónið með rafrænum hætti í gegnum Bændatorgið. Verkefnið er unnið í samstarfi Bændasamtakanna, umhverfis- og auðlindaráðuneytisins og atvinnuvega- og nýsköpunar­ráðuneytisins, og mun Umhverfis­stofnun koma að mati á tjón og vinna úr niðurstöðum. Rétt er að benda á að krafa er gerð um að spildur séu skráðar í JÖRÐ.IS með stafrænu túnkorti frá Loftmyndum, á þeim spildum sem tjón hefur orðið á. Þeir bændur sem ekki eru með stafræn túnkort eru hér með hvattir til að gera átak í þeim málum.

Að sögn Eiríks Blöndal, framkvæmdastjóra Bændasamtaka Íslands, þá eru í gangi viðræður við stjórnvöld um næstu skref málsins. Næsta skref yrði þá að búa til aðgerðaáætlun til að byggja upp áhrifaríkar forvarnir svo og að leita leiða til að bæta tjón. Gert er ráð fyrir að búnaðarsambönd sjái um úttektir á tilkynntu tjóni í samráði við Umhverfisstofnun ef samningar um það nást. Eiríkur benti á að ályktun Búnaðarþings 2014, en Búnaðarþing taldi mikilvægt að draga skipulega úr tjóni af völdum álfta og gæsa á ræktunarlandi bænda. Búnaðarþing 2014 lagði til ,,Safnað [yrði] frekari upplýsingum um tjón sem álftir og gæsir valda á ræktarlöndum bænda. Á grundvelli þeirra gagna verði ákveðið hvort heimildarákvæði verði sett í lög um tímabundna skotveiði á álft og gæs í tilraunaskyni á ræktarlöndum bænda,“ eins og segir orðrétt í ályktuninni. Með því að opna fyrir skipulega skráningu nú í Bændatorginu væri fyrsta skrefið stigið í þessu mikilvæga hagsmunamáli bænda, sagði Eiríkur að lokum.

Vegaframkvæmdum forgangsraðað
Fréttir 4. desember 2024

Vegaframkvæmdum forgangsraðað

Alls verður rúmum 27 milljörðum króna ráðstafað til framkvæmda og viðhalds á veg...

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina
Fréttir 4. desember 2024

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina

Fremur mun fátítt að hrossafeiti sé notuð í sápuframleiðslu hérlendis. Úr tíu kí...

Nýr skóli byggður
Fréttir 3. desember 2024

Nýr skóli byggður

Fyrsta skóflustungan var tekin á dögunum að nýjum Bíldudalsskóla sem verður samr...

Ávextir beint frá spænskum bónda
Fréttir 3. desember 2024

Ávextir beint frá spænskum bónda

Rekstur norðlenska innflutnings­fyrirtækisins Fincafresh hefur vaxið jafnt og þé...

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga
Fréttir 2. desember 2024

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga

Vonast er til að að aukin þekking á sálfræðilegum hliðum byggðamála geti stuðlað...

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð
Fréttir 29. nóvember 2024

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð

Suðurnesjamaðurinn Ingvar Georg Georgsson hefur verið ráðinn í starf slökkviliðs...

Rannsókn ungra bænda
Fréttir 29. nóvember 2024

Rannsókn ungra bænda

Samtök ungra bænda (SUB) eru að kortleggja hindranir og hvata nýliðunar og kynsl...

Haustrúningur í fullum gangi
Fréttir 29. nóvember 2024

Haustrúningur í fullum gangi

Baldur Stefánsson, rúningsmaður frá Klifshaga í Öxarfirði, klippir tólf til þret...