Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Í úttekt KPMG kemur fram að sláturkostnaður sé á bilinu 150 krónur til 350 krónur á hvert kíló.
Í úttekt KPMG kemur fram að sláturkostnaður sé á bilinu 150 krónur til 350 krónur á hvert kíló.
Mynd / BBL
Fréttir 2. ágúst 2018

Sláturkostnaður á reiki og afkoma af útflutningi óviðunandi

Höfundur: Tjörvi Bjarnason

Skýrsla KPMG um úttekt á afurðastöðvum í sauðfjárframleiðslu kom út í síðustu viku. Í Bændablaðinu er leitað álits Ágústs Torfa Haukssonar, formanns Landssamtaka sláturleyfishafa, Oddnýjar Steinu Valsdóttur, formanns Landssamtaka sauðfjárbænda og Svavars Halldórssonar, framkvæmdastjóra Icelendic Lamb, á því sem kemur fram í skýrslunni um sláturkostnað og útflutning á lambakjöti.

Verðmyndunarferli frá bónda til neytenda ekki skýrt

Tilraunir til þess að meta sláturkostnað virðast ekki hafa skilað ábyggilegum niðurstöðum því í skýrslunni kemur fram að hann sé á bilinu 150 krónur til 350 krónur á hvert kíló. Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, segir að það séu vonbrigði. „Við hefðum viljað sjá betri og nákvæmari útreikninga á verðmyndunarferli frá bónda til neytenda en þar er mörgum spurningum ósvarað. Að öðru leyti er hægt að taka undir þær meginlínur sem koma fram í skýrslunni um að hægt sé að ná hagræðingu í afurðastöðvageiranum. Það rímar ágætlega við það sem við höfum haldið fram.“

Ágúst Torfi Hauksson, framkvæmdastjóri Norðlenska og stjórnarformaður Landssamtaka sláturleyfishafa, segir að ekki hafi verið fjallað formlega um skýrslu KPMG á vettvangi sláturleyfishafa. „Skýrslan er um margt áhugaverð en það er kannski ekki margt sem kemur á óvart. Vil þó nefna eitt sem kemur á óvart og ég tel líklegt að sé einhverskonar misskilningur, t.d. ólík framsetning á gögnum, en það er hve mikill munur er á sláturkostnaði, hæsta og lægsta. Mér finnst ólíklegt að þarna sé verið að bera saman sambærilega hluti og að munurinn sé jafn mikill í raun og þarna er sett fram.“

Borgar sig að flytja út kjöt?

Í skýrslunni segir að ekki hafi verið færð sannfærandi rök fyrir því að til séu markaðir þar sem hægt væri að selja íslenskt lambakjöt sem munaðarvöru á hærra verði en almennt gerist á heimsmarkaði.

Svavar Halldórsson, framkvæmdastjóri Icelandic Lamb, segir að víða séu góðir markaðir fyrir íslenskt lambakjöt. Mikilvægt sé að standa vel að markaðssetningu. „Við höfum dæmi eins og Whole Foods og útflutning til Japans þar sem kaupendur eru tilbúnir að greiða hátt verð fyrir íslenskt lambakjöt.“ Svavar leggur líka áherslu á að það verði að gæta þess þegar talað er um meðaltalsverð að sumt af því sem flutt er út eru ódýrir bitar sem ekki seljast hér á landi. „ Fyrir hvern hrygg sem er framleiddur verða líka til slög og frampartar sem þarf að koma í verð.“

Ágúst Torfi telur að við núverandi aðstæður sér æskilegt að draga úr framleiðslu og þar með útflutningi. „Afkoma af útflutningi er óviðunandi og í raun engin. Við þær aðstæður er eðlilegast að minnka framleiðslu og draga úr útflutningi samhliða,“ segir hann.

Skýrslu KPMG er hægt að nálgast í heild sinni hér.

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...