Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Fyrsta línan í nýrri kynslóð byggðalínu, Kröflulína 3, tengingin á milli Kröflu og Fljótsdals, hefur verið spennusett.
Fyrsta línan í nýrri kynslóð byggðalínu, Kröflulína 3, tengingin á milli Kröflu og Fljótsdals, hefur verið spennusett.
Mynd / Vefur Landsnets.
Fréttir 30. september 2021

Spennu hleypt á fyrstu línu í nýrri kynslóð byggðalínu

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Fyrsta línan í nýrri kynslóð byggða­línu, Kröflulína 3, tengingin á milli Kröflu og Fljóts­dals, hefur verið spennusett.

Línan á sér langa sögu og hefur undirbúningur staðið um langt skeið. Framkvæmdir hófust árið 2019 og var hún byggð við miklar áskoranir. Slæmt veður og heimsfaraldur settu mark sitt á framkvæmdina.  Það var því stór dagur hjá Landsneti þegar spennu var hleypt á fyrstu línuna.

Kröflulína 3 fer um þrjú sveitarfélög: Skútustaðahrepp, Múlaþing og Fljótsdalshrepp. Lengd línunnar er 121 km og liggur hún að mestu samsíða Kröflulínu 2, frá tengivirki við Kröflustöð að tengivirkinu við Fljótsdalsstöð.

Meginflutningskerfi raforku sem liggur í kringum landið er í daglegu tali kallað byggðalínan. Hún samanstendur af 13 háspennulínum, alls 925 km að lengd, sem ná frá Brennimel í Hvalfirði, hring um landið og enda í Sigöldu. Byggðalínan nálgast nú 50 ára aldurinn en áætlaður líftími raflína á Íslandi er um 50 ár og  raforkunotkun hefur margfaldast frá því að hún var byggð – það var því kominn tími á endurnýjun, segir á vef Landsnets.

Bætir úr mörgum vanköntum

Nýrri kynslóð byggðalínu er ætlað það hlutverk að bæta úr mörgum af þeim vanköntum sem hrjá meginflutningskerfið í dag. Hún verður rekin á hærra spennustigi, eða 220 kV í stað 132 kV, og byggð úr stálröramöstrum sem þola betur óveður og ísingu og mun því auka afhendingaröryggi umtalsvert.

Útlit mastranna svipar til tré­mastra gömlu byggðalínunnar, þar sem þau eru byggð úr rörum en þau verða aftur á móti stærri og að sama skapi færri, þar sem lengra hafi verður á milli mastra. Hærra spennustig gerir það að verkum að hægt verður að flytja meiri raforku á milli landshluta og létta þannig á þeim flöskuhálsum sem kerfið býr við í dag. 

Mun það hafa jákvæð áhrif á atvinnuuppbyggingu auk þess sem hægt verður að nýta betur núverandi orkuframleiðslumannvirki og vatnasvæði en mögulegt er nú.

Næstu áfangar

Næsta lína í röðinni er Hólasandslína 3 á milli Hólasands í nágrenni Kröflu og Akureyrar en framkvæmdir við hana hófust á árinu 2020.  Þar á eftir er Blöndulína 3 á milli Akureyrar og Blöndu sem er á áætlun 2023 og Holtavörðuheiðarlína 1 á milli Hvalfjarðar og Holtavörðuheiðar en áætlað er að byrja framkvæmdir við hana á fyrri hluta ársins 2024.

Síðasta línan er svo tenging á milli Holtavörðuheiðar og Blöndu sem er áætlað að hefja framkvæmdir við á síðari hluta ársins 2027 eða í byrjun árs 2028.

Skylt efni: Landsnet | byggðalína

Færri útflutt hross
Fréttir 7. janúar 2025

Færri útflutt hross

Útflutningur íslenskra hrossa árið 2024 verður minni en í fyrra.

Lækjarbakki flyst í Gunnarsholt
Fréttir 7. janúar 2025

Lækjarbakki flyst í Gunnarsholt

Ákveðið hefur verið að flytja meðferðarheimilið Lækjarbakka í Gunnarsholt á Rang...

Smáforrit til að panta sæðingar
Fréttir 6. janúar 2025

Smáforrit til að panta sæðingar

Smáforritið Fang, sem er notað fyrir pantanir á sæðingum og skráningar fyrir frj...

Haukur er nýr formaður Gæðingadómarafélagsins
Fréttir 6. janúar 2025

Haukur er nýr formaður Gæðingadómarafélagsins

Haukur Bjarnason, bóndi á hrossaræktarbúinu Skáney í Reykholtsdal, er nýr formað...

„Íslenskt lambakjöt“ verndað afurðaheiti
Fréttir 6. janúar 2025

„Íslenskt lambakjöt“ verndað afurðaheiti

Gagnkvæm viðurkenning er nú á landfræðilegum afurðaheitum Íslands og Bretlands o...

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu
Fréttir 3. janúar 2025

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu

Í haust keypti samlagsfélagið SÍA IV, framtakssjóður í rekstri sjóðstýringarfyri...

Hert á ferlunum
Fréttir 3. janúar 2025

Hert á ferlunum

Einfalda, hraða og stytta á ferli rammaáætlunar til að flýta fyrir orkuöflun í l...

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru
Fréttir 3. janúar 2025

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru

Framkvæmdir við uppbyggingu Laxeyjar á fiskeldi í Vestmanna­eyjum hafa gengið sa...