Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Fyrsta línan í nýrri kynslóð byggðalínu, Kröflulína 3, tengingin á milli Kröflu og Fljótsdals, hefur verið spennusett.
Fyrsta línan í nýrri kynslóð byggðalínu, Kröflulína 3, tengingin á milli Kröflu og Fljótsdals, hefur verið spennusett.
Mynd / Vefur Landsnets.
Fréttir 30. september 2021

Spennu hleypt á fyrstu línu í nýrri kynslóð byggðalínu

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Fyrsta línan í nýrri kynslóð byggða­línu, Kröflulína 3, tengingin á milli Kröflu og Fljóts­dals, hefur verið spennusett.

Línan á sér langa sögu og hefur undirbúningur staðið um langt skeið. Framkvæmdir hófust árið 2019 og var hún byggð við miklar áskoranir. Slæmt veður og heimsfaraldur settu mark sitt á framkvæmdina.  Það var því stór dagur hjá Landsneti þegar spennu var hleypt á fyrstu línuna.

Kröflulína 3 fer um þrjú sveitarfélög: Skútustaðahrepp, Múlaþing og Fljótsdalshrepp. Lengd línunnar er 121 km og liggur hún að mestu samsíða Kröflulínu 2, frá tengivirki við Kröflustöð að tengivirkinu við Fljótsdalsstöð.

Meginflutningskerfi raforku sem liggur í kringum landið er í daglegu tali kallað byggðalínan. Hún samanstendur af 13 háspennulínum, alls 925 km að lengd, sem ná frá Brennimel í Hvalfirði, hring um landið og enda í Sigöldu. Byggðalínan nálgast nú 50 ára aldurinn en áætlaður líftími raflína á Íslandi er um 50 ár og  raforkunotkun hefur margfaldast frá því að hún var byggð – það var því kominn tími á endurnýjun, segir á vef Landsnets.

Bætir úr mörgum vanköntum

Nýrri kynslóð byggðalínu er ætlað það hlutverk að bæta úr mörgum af þeim vanköntum sem hrjá meginflutningskerfið í dag. Hún verður rekin á hærra spennustigi, eða 220 kV í stað 132 kV, og byggð úr stálröramöstrum sem þola betur óveður og ísingu og mun því auka afhendingaröryggi umtalsvert.

Útlit mastranna svipar til tré­mastra gömlu byggðalínunnar, þar sem þau eru byggð úr rörum en þau verða aftur á móti stærri og að sama skapi færri, þar sem lengra hafi verður á milli mastra. Hærra spennustig gerir það að verkum að hægt verður að flytja meiri raforku á milli landshluta og létta þannig á þeim flöskuhálsum sem kerfið býr við í dag. 

Mun það hafa jákvæð áhrif á atvinnuuppbyggingu auk þess sem hægt verður að nýta betur núverandi orkuframleiðslumannvirki og vatnasvæði en mögulegt er nú.

Næstu áfangar

Næsta lína í röðinni er Hólasandslína 3 á milli Hólasands í nágrenni Kröflu og Akureyrar en framkvæmdir við hana hófust á árinu 2020.  Þar á eftir er Blöndulína 3 á milli Akureyrar og Blöndu sem er á áætlun 2023 og Holtavörðuheiðarlína 1 á milli Hvalfjarðar og Holtavörðuheiðar en áætlað er að byrja framkvæmdir við hana á fyrri hluta ársins 2024.

Síðasta línan er svo tenging á milli Holtavörðuheiðar og Blöndu sem er áætlað að hefja framkvæmdir við á síðari hluta ársins 2027 eða í byrjun árs 2028.

Skylt efni: Landsnet | byggðalína

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...