Sprettur hækkar í verði
Skeljungur hefur sent frá nýjan verðlista fyrir Sprett sem gildir til 31 janúar 2015. Líkt og annar áburður á markaði hefir Sprettur hækkað í verði frá síðasta ári.
Tvær nýjar tegundir að Spretti eru í boði að þessu sinni. Önnur inniheldur einungis köfnunarefni og kalí, Sprettur N22-0-11 en hin megináburðarefnin þrjú auk selens, Sprettur 22-5-5+Se+Vorvaki. Með vorvaka er átt við áburðarhúðun sem ætlað er að flýta fyrir sprettu á vorin og saman stendur af mangan og sinki, fosfor og köfnunarefni í auðleysanlegu formi.
Sprett áburði má rekja mest til hækkunar á köfnunarefni á heimsmarkaði samkvæmt því sem segir í fréttatilkynningu frá Skeljungi.
Viðskiptavinum er boðið upp á þrjár leiðir til að greiðslu á áburðinum, fyrir 15. Mars, fyrir 15. maí og með greiðsludreifingu eða haustgreiðslu fyrir 15. október. Í greiðsludreifingu felast sjö jafnar vaxtalausar og mánaðarlegar greiðslur með gjalddaga fyrsta hvers mánaðar frá maí til nóvember eða ein vaxtalaus greiðsla með gjalddaga 1. október 2014.