Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
SS lækkar afurðaverð á öllum nautgripaflokkum nema ungkálfum
Fréttir 8. janúar 2021

SS lækkar afurðaverð á öllum nautgripaflokkum nema ungkálfum

Höfundur: smh

Landssamband kúabænda (LK) gagnrýnir harðlega fyrirhugaðar verðbreytingar á afurðaverði hjá Sláturfélagi Suðurlands (SS). Samkvæmt nýútgefinni verðskrá lækka allir nautgripaflokkar nema ungkálfar um fimm prósent og gripir sem eru undir 200 kílóum lækka um þrú til fimm prósent umfram hina almennu lækkun.

Ungkálfar eru samkvæmt verðskrá SS hækkaðir um tíu prósent til að hvetja til minni ásetnings. Ástæður verðbreytinganna eru sagðar vera birgðasöfnun og versnandi staða á kjötmarkaði og taka gildi frá 18. janúar næstkomandi.

Í bréfi sem stjórn LK hefur sent stjórn SS er þessum breytingum mótmælt harðlega og óskað er eftir að stjórn taki þessa ákvörðun til endurskoðunar. „Með gengdarlausum lækkunum á greinina undanfarin ár og núna boðuðum aðgerðum til að hvetja sérstaklega til samdráttar í framleiðslu óháð öllu er farið í þveröfuga átt. Skilaboðin eru einfaldlega þau að gæðin og sérstaðan skipta ekki máli, einungis að geta keppt við verð. Nú þegar greinin fer í gegnum gríðarlega erfiðan tíma sökum Covid-19 gerir LK þá kröfu að afurðafyrirtæki í eigu íslenskra bænda -og markaðssetur sig sérstaklega sem slíkt – standi með bændum,“ segir Herdís Magna Gunnarsdóttir, formaður LK.

 

Sjá nánar um bréf LK til SS á vef sambandsins (naut.is).

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar
Fréttir 29. október 2024

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar

Slow Food Reykjavík hélt hátíð í garðskála Grasagarðs Reykjavíkur dagana 18. og ...

Dagur sauðkindarinnar
Fréttir 29. október 2024

Dagur sauðkindarinnar

Þann 12. október síðastliðinn var dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu haldi...

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins
Fréttir 29. október 2024

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins

Vala Valtýsdóttir er nýr formaður stjórnar Lífeyrissjóðs bænda. Aukaaðalfundur s...

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar
Fréttir 28. október 2024

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar

Skipulagsstofnun birti þann 18. október til umsagnar matsáætlun fyrir mat á umhv...

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu
Fréttir 28. október 2024

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu

Auka þarf innlenda matvælaframleiðslu um 45–55 prósent næstu þrjátíu árin til að...

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé
Fréttir 28. október 2024

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé

Innleiðing á verndandi og mögulega verndandi arfgerðum gegn riðu í sauðfé gengur...

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju
Fréttir 25. október 2024

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju

Umsóknum um styrki vegna útiræktunar grænmetis fækkaði um fimm frá fyrra ári.

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast
Fréttir 25. október 2024

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast

Kennitala Sláturhússins á Hellu hefur verið afskráð og verður reksturinn færður ...