Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Stefnt að plöntun trjáa í 350 milljónir hektara
Fréttir 4. desember 2014

Stefnt að plöntun trjáa í 350 milljónir hektara

Höfundur: Vilmundur Hansen

Metnaðarfullar áætlanir um endurheimt skóga í heiminum gera ráð fyrir að trjám verði plantað í 350 milljónir hektara lands fyrir árið 2030. Ísland er ekki meðal þeirra ríkja sem nú þegar hafa samþykkt að taka þátt í verkefninu.


Á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í New York í september síðastliðnum náðist áður óþekkt samstaða 150 stjórnvalda og stórfyrirtækja í heiminum um samkomulag þess eðlis að stefnt yrði að endurheimt skóglendis í heiminum á 350 milljónum hektara lands.

Samkomulagið er viðbót við svokallaða Bonn-áskorun þar sem heitið var átaki til að endurheimta skóga á 150 milljónum hektara lands fyrir árið 2020.

34 sinnum stærð Íslands

Skógrækt á 350 milljónum hektara er gríðarlega metnaðarfullt verkefni á landsvæði sem er ríflega  stærð Indlands. Til samanburðar er flatarmál Íslands um 10.300.000 hektarar, svo þetta samsvarar um 34 sinnum stærð Íslands.

Lönd sem hafa staðfest að taka þátt í verkefninu og stærð lands sem stefnt er að endurheimta undir skóg í þeim eru Úganda með 2,5 milljónir hektara, Kongó 8 milljónir hektara, Kólumbía 1 milljón hektara, Gvatemala 1,2 milljónir hektararog Síle 100 þúsund hektara.

Reiknað er með að mörg önnur ríki sjái sér hag í að taka þátt í verkefninu og draga þannig úr kolefnislosun og staðfesti þátttöku sína í verkefninu á ráðstefnu um loftslagsmál í París á næsta ári.

Gríðarlegur fjárhagsávinningur

Samkomulagið er stórt skref fram á við til að draga úr eyðingu skóga í heiminum og endurheimtar ræktarlands. Náist markmiðið er talið að dragi úr magni gróðurhúsaloftslagstegunda um 4,5 til 8,8 milljarða tonna árið 2030 sem jafngildir útblæstri um eins milljarðs bifreiða. Ætlaður hagnaður af endur­heimtinni er talin jafngilda 170 milljörðum dollara, 21.000 milljarða íslenskra króna, á ári sem skilar sér í aukinni vatnavernd, matvælaframleiðslu, skógarnytjum og bindingu kolefnis úr andrúmslofti.

15 milljónir hektara í Eþíópíu

Í Eþíópíu einni er gert ráð fyrir að plantað verði fyrir skógi í 15 milljónir hektara lands á næstu fimmtán árum. Reynsla undanfarinna ára sýnir að fæðuöryggi íbúa og matvælaframleiðsla hefur stórlega aukist á svæðum í Eþíópíu þar sem trjám hefur verið plantað. Gangi áætlanirnar eftir mun ástand jarðvegs í landinu batna, hætta á þurrkum minnka, frjósemi aukast og möguleiki á ræktun matjurta einnig.

Samhliða aukinni skógrækt og frjósemi er gert ráð fyrir að dýralíf muni aukast og hugsanlega einhverjir villtir dýrastofnar ná sér á strik.

Ísland ekki með

Samkvæmt upplýsingum úr umhverfisráðuneytinu hefur umræða um þátttöku Íslendinga í verkefninu ekki átt sér stað og Ísland því ekki meðal ríkja sem nú þegar hafa samþykkt að leggja áætluninni lið.

Vegaframkvæmdum forgangsraðað
Fréttir 4. desember 2024

Vegaframkvæmdum forgangsraðað

Alls verður rúmum 27 milljörðum króna ráðstafað til framkvæmda og viðhalds á veg...

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina
Fréttir 4. desember 2024

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina

Fremur mun fátítt að hrossafeiti sé notuð í sápuframleiðslu hérlendis. Úr tíu kí...

Nýr skóli byggður
Fréttir 3. desember 2024

Nýr skóli byggður

Fyrsta skóflustungan var tekin á dögunum að nýjum Bíldudalsskóla sem verður samr...

Ávextir beint frá spænskum bónda
Fréttir 3. desember 2024

Ávextir beint frá spænskum bónda

Rekstur norðlenska innflutnings­fyrirtækisins Fincafresh hefur vaxið jafnt og þé...

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga
Fréttir 2. desember 2024

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga

Vonast er til að að aukin þekking á sálfræðilegum hliðum byggðamála geti stuðlað...

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð
Fréttir 29. nóvember 2024

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð

Suðurnesjamaðurinn Ingvar Georg Georgsson hefur verið ráðinn í starf slökkviliðs...

Rannsókn ungra bænda
Fréttir 29. nóvember 2024

Rannsókn ungra bænda

Samtök ungra bænda (SUB) eru að kortleggja hindranir og hvata nýliðunar og kynsl...

Haustrúningur í fullum gangi
Fréttir 29. nóvember 2024

Haustrúningur í fullum gangi

Baldur Stefánsson, rúningsmaður frá Klifshaga í Öxarfirði, klippir tólf til þret...