Stjórn LK endurkjörin
Stjórn Landssambands kúabænda var öll endurkjörin á aðalfundi sambandsins sem haldinn var 28.-29. mars síðastliðinn.
Formaður er því eftir sem áður Sigurður Loftsson í Steinsholti og aðrir stjórnarmenn Guðný Helga Björnsdóttir á Bessastöðum, Jóhann Nikulásson í Stóru-Hildisey II, Trausti Þórisson á Hofsá og Jóhann Gísli Jóhannsson á Breiðavaði.