Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Stöðugt minna fé úr sjóðum ESB
Fréttir 21. júlí 2014

Stöðugt minna fé úr sjóðum ESB

Höfundur: Erna

Í aðildarsamningi Finnlands (Svíþjóðar og Austurríkis) að ESB er kveðið á um sérstakar heimildir til stuðnings við landbúnað norðan 62. breiddargráðu (142 grein) og við landbúnað í suður Finnlandi (141 grein).

Stuðningur samkvæmt 142. grein, oft nefndur norðlægur stuðningur, er tengdur við framleiðslu eða gripafjölda. Um 55,5% landbúnaðarlands í Finnlandi er á svæðum sem njóta réttar til stuðnings samkvæmt þessu ákvæði. Skilvirkni norðlægs stuðnings er endurmetin á fimm ára fresti. Árið 2007 gerði framkvæmdastjórn ESB úttekt á því hversu vel tekist hefði að ná markmiðum stuðningsins og hvort þær aðferðir sem beitt er væru enn gerlegar og réttlætanlegar. Á grunni niðurstaðna þessarar úttektar fóru fram viðræður milli framkvæmdastjórnarinnar og Finnlands um framtíð og þróun norðlægs stuðnings, á árinu 2008. Niðurstaðan var sú að hætta að tengja stuðning við svína- og alifuglakjötsframleiðslu við gripafjölda en enn eru greiðslur tengdar gripafjölda í nautakjötsframleiðslu.

Dregið úr stuðningi Suður-Finnlandi

Stuðningur við landbúnað í Suður Finnlandi hefur verið endurskoðaður og munu greiðslur sem byggjast á grein 141, samkvæmt samkomulagi við ESB dragast saman um 17,4 milljónir Evra á tímabilinu 2014-2020. Innanlands stuðningur, þ.e.a.s. stuðningur sem greiddur er úr sjóðum Finnska ríkisins samkvæmt sérstöku samkomulagi í aðildarsamningi (greinar 141, 142 ofl.), hefur dregist saman úr 552 milljónum Evra árið 2009 í 499 milljónir Evra árið 2014 (áætluð fjárhæð).

Hlutur finnska ríkisins vegna CAP eykst

Stuðningur samkvæmt sameiginlegri landbúnaðarstefnu ESB, CAP, er hins vegar nokkurn veginn óbreyttur eða ríflega 1.320 milljónir Evra á sama tímabili. Hlutdeild Finnlands í fjármögnun þess hluta á tímabilinu hefur hins vegar hækkað úr 555 milljónir Evra (42%) í 566 milljónir Evra (43%.) /EB

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...