Stórar og fallegar kartöflur í Flóanum
Von er á mjög góðri kartöfluuppskeru í sumar, en kartöflubændur landsins byrjuðu sumir að taka upp um síðustu mánaðamót. Hafa nýjar kartöflur síðan verið að streyma inn á markaðinn við góðar undirtektir viðskiptavina.
Ástæðan fyrir því að kartöflurnar koma svo snemma á markað er að vorið var einstaklega hagstætt kartöflubændum, hlýtt og góður raki.
„Þetta lítur mjög vel út. Ég hef aldrei verið svona snemma í því að taka upp, kartöflurnar eru stórar og fínar,“ segir Kristján Gestsson, kartöflubóndi í Forsæti IV í Flóahreppi. Hann hefur ræktað kartöflur í 44 ár.
„Við tókum fyrstu kartöflurnar upp 3. júlí og höfum haldið stöðugt áfram enda landsmenn sólgnir í ný
jar íslenskar kartöflur á þessum árstíma,“ bætir Kristján við.