Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Stuðningur við konur til að þróa viðskiptahugmyndir
Fréttir 13. janúar 2022

Stuðningur við konur til að þróa viðskiptahugmyndir

Höfundur: Vilmundur Hansen

Háskóli Íslands og bandaríska sendiráðið á Íslandi leita að þátttakendum fyrir nýsköpunarhraðalinn Academy for Women Entrepreneurs (AWE), sem er sérstaklega ætlaður konum, og hefst 3. febrúar en lýkur með útskrift þann 6. maí.

Bæði einstaklingar og lið geta tekið þátt í hraðlinum og frestur til að skila inn umsókn um þátttöku rennur út 17. janúar. Nýsköpunarhraðallinn er þátttakendum að kostnaðarlausu og eru verðlaun veitt í lok hraðalsins.

Hraðallinn er nú haldinn í annað sinn en markmið hans er að styðja konur í að þróa viðskiptahugmyndir sínar og fyrirtæki og auka hlut þeirra innan frumkvöðla- og nýsköpunargeirans. Jafnframt er tilgangur hraðalsins að bjóða upp á fræðslu og efla tengslanet kvenna.

Netnámskeið og vinnulotur í streymi

Nýsköpunarhraðallinn saman­stendur af netnámskeiðinu Dreambuilder á vegum Thunder­bird School of Manage­ment við Ríkisháskólann í Arizona og þrettán vinnulotum sem Háskóli Íslands heldur utan um. Þar njóta þátttakendur meðal annars leiðsagnar reyndra kvenna í nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi við uppbyggingu fyrirtækja, mynda ný tengsl og efla starfsþróun og starfshæfni. Lögð er rík áhersla á að konur alls staðar að af landinu og með fjölbreyttan bakgrunn og uppruna taki þátt. Fyrirkomulag hraðalsins er því með þeim hætti að flestar vinnulotur eru í streymi.

Verðlaun fyrir bestu viðskiptahugmyndina

Verðlaun eru veitt fyrir bestu viðskiptahugmyndina bæði í einstaklings- og teymisflokki:
1. sæti – 500.000 kr.
2. sæti – 300.000 kr. 
3. sæti – 200.000 kr.
Einnig eru veitt verðlaun fyrir „pitch“keppni að upphæð 200.000 krónur.

Á síðasta ári komust færri konur að en vildu og því hefur verið ákveðið að fjölga þátttakendum þannig að fulltrúar allt að 50 viðskiptahugmynda verða teknir inn að þessu sinni.

Skráning á awe.hi.is

Hægt er að skrá sig til þátttöku í hraðlinum á vef AWE, awe.hi.is. Þar er einnig að finna frekari upplýsingar um fyrirkomulag hraðalsins og upptaka af kynn­ingar­fundi sem fram fór í lok síðasta árs.

Skylt efni: nýsköpun

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...