Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Jóna María Ásmundsdóttir, Telma Þorbergsdóttir, Katrín, Garðar , Birta tóku við styrknum fyrir hönd Félag áhugafólks um Downs-heilkenni á jóladalli félagsins um síðustu helgi.
Jóna María Ásmundsdóttir, Telma Þorbergsdóttir, Katrín, Garðar , Birta tóku við styrknum fyrir hönd Félag áhugafólks um Downs-heilkenni á jóladalli félagsins um síðustu helgi.
Mynd / Vilmundur Hansen
Fréttir 18. desember 2014

Styrkir Félag áhugafólks um Downs-heilkenni

Höfundur: Vilmundur Hansen

Undanfarin ár hefur Velferðar­sjóðurinn ,,Sælla er að gefa en þiggja“ styrkt innlent velferðarmálefni, samtök eða einstakl­inga. Að þessu sinni hlaut Félag áhugafólks um Downs-heilkenni styrk að upphæð 300.000 krónur.

Velferðarsjóðurinn var stofnaður í desember 2006 af hópi starfsfólks Bændasamtaka Íslands, Lífeyrissjóðs bænda og búgreina­samtaka og er þátttaka valfrjáls.

Á aðalfundi sjóðsins 8. desember sl. var ákveðið að Velferðarsjóðurinn styrkti Félag áhugafólks um Downs-heilkenni um 300.000 krónur.

Downs-heilkennið verður til í börnum áður en þau fæðast. Um það bil eitt af hverjum 800 börnum á Íslandi fæðist með Downs-heilkenni. Enginn veit með vissu hvers vegna það gerist. Heilkenni er þannig tilkomið að börn með það fæðast með aukagen eða erfðavísi í hverri frumu líkamans.

Undanfarin ár hefur Velferðar­sjóðurinn ,,Sælla er að gefa en þiggja“ styrkt alls átta einstaklinga og samtök hér á landi, og nemur heildarupphæð styrkja alls 1,7 milljónum króna. 

Skylt efni: Velferðarmál

Vegaframkvæmdum forgangsraðað
Fréttir 4. desember 2024

Vegaframkvæmdum forgangsraðað

Alls verður rúmum 27 milljörðum króna ráðstafað til framkvæmda og viðhalds á veg...

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina
Fréttir 4. desember 2024

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina

Fremur mun fátítt að hrossafeiti sé notuð í sápuframleiðslu hérlendis. Úr tíu kí...

Nýr skóli byggður
Fréttir 3. desember 2024

Nýr skóli byggður

Fyrsta skóflustungan var tekin á dögunum að nýjum Bíldudalsskóla sem verður samr...

Ávextir beint frá spænskum bónda
Fréttir 3. desember 2024

Ávextir beint frá spænskum bónda

Rekstur norðlenska innflutnings­fyrirtækisins Fincafresh hefur vaxið jafnt og þé...

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga
Fréttir 2. desember 2024

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga

Vonast er til að að aukin þekking á sálfræðilegum hliðum byggðamála geti stuðlað...

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð
Fréttir 29. nóvember 2024

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð

Suðurnesjamaðurinn Ingvar Georg Georgsson hefur verið ráðinn í starf slökkviliðs...

Rannsókn ungra bænda
Fréttir 29. nóvember 2024

Rannsókn ungra bænda

Samtök ungra bænda (SUB) eru að kortleggja hindranir og hvata nýliðunar og kynsl...

Haustrúningur í fullum gangi
Fréttir 29. nóvember 2024

Haustrúningur í fullum gangi

Baldur Stefánsson, rúningsmaður frá Klifshaga í Öxarfirði, klippir tólf til þret...