Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Jóna María Ásmundsdóttir, Telma Þorbergsdóttir, Katrín, Garðar , Birta tóku við styrknum fyrir hönd Félag áhugafólks um Downs-heilkenni á jóladalli félagsins um síðustu helgi.
Jóna María Ásmundsdóttir, Telma Þorbergsdóttir, Katrín, Garðar , Birta tóku við styrknum fyrir hönd Félag áhugafólks um Downs-heilkenni á jóladalli félagsins um síðustu helgi.
Mynd / Vilmundur Hansen
Fréttir 18. desember 2014

Styrkir Félag áhugafólks um Downs-heilkenni

Höfundur: Vilmundur Hansen

Undanfarin ár hefur Velferðar­sjóðurinn ,,Sælla er að gefa en þiggja“ styrkt innlent velferðarmálefni, samtök eða einstakl­inga. Að þessu sinni hlaut Félag áhugafólks um Downs-heilkenni styrk að upphæð 300.000 krónur.

Velferðarsjóðurinn var stofnaður í desember 2006 af hópi starfsfólks Bændasamtaka Íslands, Lífeyrissjóðs bænda og búgreina­samtaka og er þátttaka valfrjáls.

Á aðalfundi sjóðsins 8. desember sl. var ákveðið að Velferðarsjóðurinn styrkti Félag áhugafólks um Downs-heilkenni um 300.000 krónur.

Downs-heilkennið verður til í börnum áður en þau fæðast. Um það bil eitt af hverjum 800 börnum á Íslandi fæðist með Downs-heilkenni. Enginn veit með vissu hvers vegna það gerist. Heilkenni er þannig tilkomið að börn með það fæðast með aukagen eða erfðavísi í hverri frumu líkamans.

Undanfarin ár hefur Velferðar­sjóðurinn ,,Sælla er að gefa en þiggja“ styrkt alls átta einstaklinga og samtök hér á landi, og nemur heildarupphæð styrkja alls 1,7 milljónum króna. 

Skylt efni: Velferðarmál

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...