Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Styrkir til endurheimtar votlendis
Mynd / HKr.
Fréttir 30. maí 2016

Styrkir til endurheimtar votlendis

Höfundur: smh

Landgræðsla ríkisins hefur auglýst eftir umsóknum um styrki til endurheimtar votlendis. Við ákvörðum um styrkveitingu er einkum lögð áhersla á að framkvæmdir stuðli að samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda, lífríki svæðis eflis og að verkefnið hafi jákvæð samfélagsleg áhrif. Umsóknarfrestur er til 20. júní.

Í tilkynningu frá Landgræðslunni kemur fram að umhverfisráðuneytið hafi falið henni umsjón með framkvæmd endurheimtar votlendis í byrjun þessa árs, í samræmi við sóknaráætlun Íslands í loftslagsmálum. Markmiðið sé að styðja við og hvetja til endurheimtar landrænna votlendisvistkerfa. Hlutverk Landgræðslunnar sé að veita leiðbeiningar, ráðgjöf og styrki til framkvæmda með það megin markmið að koma vatnsbúskap svæðið sem næst fyrra horfi.

„Veittur er styrkur fyrir kostnaði við vinnu, tækjavinnu og efniskaup vegna verkefnisins samkvæmt mati Landgræðslu ríkisins. Þeir sem geta sótt um styrk eru m.a. sveitarfélög, landeigendur, félagasamtök og aðrar stofnanir.

Verkefni sem hljóta styrk verða í forsjá og á ábyrgð styrkþega og þeir teljast framkvæmdaaðilar. Landgræðslan veitir ráðgjöf og fjármagn til framkvæmda, gerir úttekt á aðstæðum fyrir endurheimt og hefur jafnframt eftirlit með framvindu verkefna og metur árangur þeirra.

Á sumum svæðum hefur dregið úr nýtingu lands sem hefur verið framræst. Þessum svæðum er kjörið að koma aftur í sitt náttúrulega horf. Með endurheimt votlendis er leitast við að koma vatnsbúskap svæðis sem næst því sem áður var. Í kjölfarið má svo gera ráð fyrir að lífríki færist til fyrra horfs og að jöfnuður gróðurhúsalofttegunda verði jákvæður. Endurheimt votlendis getur aukið útivistargildi svæða, t.d. aukið möguleika til fuglaskoðunar og bætt skilyrði til veiða. Mjög misjafnt er þó hversu vel svæði henta til endurheimtar. Í sumum tilvikum er torsótt að koma vatnsbúskap í fyrra horf,“ segir í tilkynningu Landgræðslunnar.

Skylt efni: endurheimt votlendis | COP21

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...