Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Styttist í kanínukjötið
Fréttir 17. júlí 2014

Styttist í kanínukjötið

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Áhugi fyrir kanínurækt virðist vera mikill hér á landi, að sögn Birgit Kositzke, sem rekur fyrirtækið Kanína ehf. í Húnaþingi vestra. Til að koma til móts við áhugann hefur hún ákveðið að hafa opið hús á aðsetri fyrirtækisins á Syðri-Kárastöðum annan laugardag, 26. júlí, frá kl. 13 til 17. Kvenfélagið Freyja hefur tekið að sér að selja kaffi og með því á staðnum.

Birgit fékk hugmynd um að rækta kanínur til manneldis árið 2010 og hefur unnið að framgangi þess allar götur síðan. Hún hófst handa með fjórar holdakanínur, en starfseminni hefur vaxið fiskur um hrygg og eru nú um 250 kanínur í ræktuninni hjá henni og fer fjölgandi.

Verða með kynningu á Matarhátíð í nóvember

Fyrirtækið Kanína ehf. var stofnað 2011 og hefur starfsemin vaxið og dafnað síðan. „Þetta er í stöðugri þróun og við höfum staðið í heilmiklum framkvæmdum frá því að ræktunin komst á skrið,“ segir Birgit.

Eitt helsta markmið félagsins er að bjóða kanínukjöt á markaði hér á landi og segir hún að nú sé það í augsýn. „Við stefnum að því að bjóða fólki bæði að smakka á matreiddu kanínukjöti og eins að kaupa kjöt af kanínu á Matarhátíðinni sem efnt verður til í Hörpu í nóvember á þessu ári,“ segir Birgit.

Mikill áhugi

Um þessar mundir standa yfir framkvæmdir við aðstöðu fyrirtækisins að Syðri-Kárastöðum í Húnaþingi vestra, en m.a. er verið að innrétta þar kanínuhús, þar sem verða stór og góð búr. Einnig verður vinnuaðstaða bætt í því augnamiði að hámarka afköst.

„Fólk hefur sýnt þessari ræktun mikinn áhuga og því ætlum við að vera með opið hús hjá okkur í næstu viku, laugardaginn 26. júlí,“ segir Birgit. Syðri-Kárastaðir eru rétt fyrir norðan Hvammstanga við veg 711, Vatnsnesveg.

Aðstaðan er með þeim hætti að fólki verður hleypt inn í hópum og má því búast við einhverri bið verði margir á ferðinni á sama tíma, en þá er gott að geta notið veitinga sem Kvenfélagið Freyja selur á staðnum. Birgit segir einnig að ef í hópi gesta séu kanínueigendur séu þeir beðnir um að mæta ekki í þeim fötum sem þeir noti þegar þeir sinni sínum kanínum.

„Við vonum að fólk taki því fagnandi að fá að kynnast þessum nýsköpunarbúskap í héraðinu,“ segir Birgit.

Færri útflutt hross
Fréttir 7. janúar 2025

Færri útflutt hross

Útflutningur íslenskra hrossa árið 2024 verður minni en í fyrra.

Lækjarbakki flyst í Gunnarsholt
Fréttir 7. janúar 2025

Lækjarbakki flyst í Gunnarsholt

Ákveðið hefur verið að flytja meðferðarheimilið Lækjarbakka í Gunnarsholt á Rang...

Smáforrit til að panta sæðingar
Fréttir 6. janúar 2025

Smáforrit til að panta sæðingar

Smáforritið Fang, sem er notað fyrir pantanir á sæðingum og skráningar fyrir frj...

Haukur er nýr formaður Gæðingadómarafélagsins
Fréttir 6. janúar 2025

Haukur er nýr formaður Gæðingadómarafélagsins

Haukur Bjarnason, bóndi á hrossaræktarbúinu Skáney í Reykholtsdal, er nýr formað...

„Íslenskt lambakjöt“ verndað afurðaheiti
Fréttir 6. janúar 2025

„Íslenskt lambakjöt“ verndað afurðaheiti

Gagnkvæm viðurkenning er nú á landfræðilegum afurðaheitum Íslands og Bretlands o...

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu
Fréttir 3. janúar 2025

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu

Í haust keypti samlagsfélagið SÍA IV, framtakssjóður í rekstri sjóðstýringarfyri...

Hert á ferlunum
Fréttir 3. janúar 2025

Hert á ferlunum

Einfalda, hraða og stytta á ferli rammaáætlunar til að flýta fyrir orkuöflun í l...

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru
Fréttir 3. janúar 2025

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru

Framkvæmdir við uppbyggingu Laxeyjar á fiskeldi í Vestmanna­eyjum hafa gengið sa...