Sveitasæla í Skagafirði
Landbúnaðarsýningin og bændahátíðin Sveitasæla í Skagafirði verður sett laugardaginn 23. ágúst næstkomandi klukkan 10.00.
Á sýningunni koma saman vélasalar, landbúnaðarfyrirtæki, handverksfólk og bændur og kynna það nýjasta í vélageiranum og landbúnaði ásamt handverksvörum. Sunnudaginn 24. ágúst verða eftirfarandi bú opin almenningi til skoðunar: Loðdýrabúið Loðfeldur á Gránumóum, skógræktarbýlið Krithóll, kúabúið Glaumbær 2, ferðaþjónustubýlið Lýtingsstaðir og gróðurhúsin á Starrastöðum.