Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Svell hafa legið lengi yfir túnum víða norðanlands
Fréttir 20. mars 2014

Svell hafa legið lengi yfir túnum víða norðanlands

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
„Eins og gengur er misjafnt hljóð í bændum en þeir eru almennt í góðu jafnvægi og ætla sér ekki að mála skrattann á vegginn,“ segir Sigurgeir Hreinsson, framkvæmdastjóri Búnaðarfélags Eyjafjarðar. Mikill snjór er enn víða á norðanverðu landinu og þá hafa svell legið lengi yfir túnum hér og hvar í Eyjafjarðar- og Þingeyjarsýslum. Ómögulegt er þó á þessari stundu að segja fyrir um hverjar afleiðingarnar geti orðið.
 
Enginn að væla neitt
 
Sigurgeir segir að vissulega hafi menn áhyggjur af því að kal geti orðið nokkuð á einstaka svæðum í héraðinu, „en hér er enginn að væla neitt, best að sjá hverju fram vindur og hvernig þetta mun allt koma út þegar vorar,“ segir hann. Til lukku segir hann að svell séu meiri en var í fyrravetur og á þeim göt hér og hvar, þau séu ekki jafn samfellt yfir öllu eins og var. 
 
„Ég held að menn hafi ekki eins miklar áhyggjur af því að afleiðingarnar verði jafn skelfilegar og þær urðu í fyrravor, sem betur fer er ekki útlit fyrir að ástandið verði jafn slæmt og raunin varð þá.“
 
Meiri óvissa núna
 
Í fyrravetur hafi fljótt verið ljóst í hvað stefndi, en óvissan sé meiri núna og því ástæða til að halda í bjartsýni um að ekki fari allt á versta veg. Mestu hættusvæðin segir Sigurgeir vera innst í Hörgár- og Öxnadal og eins megi gera ráð fyrir að eitthvert kal verði í túnum hér og hvar austur í Þingeyjarsýslu.
 
Þá nefnir Sigurgeir að gríðarlega mikill snjór sé víðast hvar upp til fjalla, en á móti hafi verið snjólétt niður við sjó og upp undir 100 metra yfir sjávarmál. Hitastig hafi oft verið kringum núllið og snjókoma eða slydda gjarnan upp til fjalla á meðan rigndi eða var úrkomulaust neðar.
 
Giskar á að lömb verði væn í haust
 
Feikimikill snjór er t.d. í Bárðardal, innst í Öxnadal og í Skíðadal en á flatlendi er víða svo til snjólaust. Sigurgeir segist sér til skemmtunar leyfa sér að giska á að lömb muni koma óvenju væn og feit af fjalli á komandi hausti. Svo verði iðulega þegar mikill snjór er til fjalla, hann sé þá að bráðna fram eftir öllu sumri og féð hafi aðgang að nýgræðingi og góðri beit langt fram á sumar. 
Vegaframkvæmdum forgangsraðað
Fréttir 4. desember 2024

Vegaframkvæmdum forgangsraðað

Alls verður rúmum 27 milljörðum króna ráðstafað til framkvæmda og viðhalds á veg...

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina
Fréttir 4. desember 2024

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina

Fremur mun fátítt að hrossafeiti sé notuð í sápuframleiðslu hérlendis. Úr tíu kí...

Nýr skóli byggður
Fréttir 3. desember 2024

Nýr skóli byggður

Fyrsta skóflustungan var tekin á dögunum að nýjum Bíldudalsskóla sem verður samr...

Ávextir beint frá spænskum bónda
Fréttir 3. desember 2024

Ávextir beint frá spænskum bónda

Rekstur norðlenska innflutnings­fyrirtækisins Fincafresh hefur vaxið jafnt og þé...

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga
Fréttir 2. desember 2024

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga

Vonast er til að að aukin þekking á sálfræðilegum hliðum byggðamála geti stuðlað...

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð
Fréttir 29. nóvember 2024

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð

Suðurnesjamaðurinn Ingvar Georg Georgsson hefur verið ráðinn í starf slökkviliðs...

Rannsókn ungra bænda
Fréttir 29. nóvember 2024

Rannsókn ungra bænda

Samtök ungra bænda (SUB) eru að kortleggja hindranir og hvata nýliðunar og kynsl...

Haustrúningur í fullum gangi
Fréttir 29. nóvember 2024

Haustrúningur í fullum gangi

Baldur Stefánsson, rúningsmaður frá Klifshaga í Öxarfirði, klippir tólf til þret...