Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Emilíana Torrini og finnski matreiðslumeistarinn Antto Melasniemi undirbúa prufuútgáfur af ýmsum íslenskum réttum fyrir hátíðina.
Emilíana Torrini og finnski matreiðslumeistarinn Antto Melasniemi undirbúa prufuútgáfur af ýmsum íslenskum réttum fyrir hátíðina.
Mynd / Axel Sigurðsson
Fréttir 5. desember 2014

Sviðasamlokur á JaJaJa-tónlistarhátíðinni í London

Höfundur: smh

Helgina 13.–15. nóvember var tónlistarhátíðin Ja Ja Ja Festival haldin í London í annað sinn. Tónlistarhátíðin er óvenjuleg að því leyti að þar er tónlist og mat blandað saman. Nú var boðið upp á sviðasamlokur sem meðlæti með tónlistinni.

Anna Hildur Hildibrandsdóttir, skipuleggjandi hátíðarinnar, segir að JaJaJa Festival hafi hafið göngu sína í fyrra. „Hátíðin byggist á klúbbakvöldi sem NOMEX (Nordic Music Export) stendur fyrir en ég er framkvæmdastjóri NOMEX. Klúbbakvöldið hóf göngu sína í nóvember 2009, en þar koma fram upprennandi bönd frá Norðurlöndunum á stað sem heitir The Lexington í London. Tónlistarhátíðin er eins konar stækkun á klúbbakvöldinu og vekur athygli á fjölbreytninni sem er í norrænni tónlistarsenu – jafnframt því að bjóða upp á heimildamyndasýningar og mat.

Við leitumst við að tengja tónlist og mat á skapandi hátt. Í fyrra var boðið upp á Nordic Sondbyte þar sem matarhönnuðir greindu bragðið af þeim fimm hljómsveitum sem komu fram og báru svo fram fyrir gesti á meðan viðkomandi spiluðu.

Í ár ákváðum við að fá finnska kokkinn Antto Melasniemi til að stýra matarprógramminu. Hann vildi gjarnan vinna með tónlistarmönnunum á hátíðinni og það varð úr að við tengdum hann og Emilíönu Torrini saman, en hún var með aðalatriðið á hátíðinni. Emilíana hefur mikla ástríðu fyrir mat og Antto er tónlistarmaður þannig að þau náðu mjög vel saman.“

Sviðin á BSÍ kveiktu hugmyndina að sviðasamlokunum

„Antto kom síðan til Íslands í viku og heimsótti framleiðendur. Hann var mjög áhugasamur um fisk en það var Emilíana sem stakk upp á að hann notaði steinbítskinnar. Hann var líka hrifinn af þaranum og notaði hann mikið í því sem hann þróaði. Hann var síðan kynntur fyrir sviðum á BSÍ og heillaðist algjörlega af matnum. Daginn eftir var hann kominn með hugmynd af sviðaskonsu. Útfærslan varð síðan sviðasamloka í London þar sem hann notaði sætt brauð með rauðkálssallati og sviðum.

Sviðasamloka í sparibúningi með stökku rauðkáli ofan á.

Við þurftum 190 hausa og það er hægara sagt en gert að flytja það á milli landa. Antto ákvað að nota kinnarnar og tunguna. Þeir hjá SAH afurðum voru svo elskulegir að sjóða þetta fyrir okkur og pakka í lofttæmdar umbúðir. Úr 190 hausum komu 16 kg af kinnum og tungum og það var því heppilegt að þetta var úrbeinað á Íslandi, því annars hefðum við þurft að flytja 200 kg af hausum á milli landa – og það er flókið mál að fá leyfi til að taka inn hausa.“

3 myndir:

Vegaframkvæmdum forgangsraðað
Fréttir 4. desember 2024

Vegaframkvæmdum forgangsraðað

Alls verður rúmum 27 milljörðum króna ráðstafað til framkvæmda og viðhalds á veg...

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina
Fréttir 4. desember 2024

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina

Fremur mun fátítt að hrossafeiti sé notuð í sápuframleiðslu hérlendis. Úr tíu kí...

Nýr skóli byggður
Fréttir 3. desember 2024

Nýr skóli byggður

Fyrsta skóflustungan var tekin á dögunum að nýjum Bíldudalsskóla sem verður samr...

Ávextir beint frá spænskum bónda
Fréttir 3. desember 2024

Ávextir beint frá spænskum bónda

Rekstur norðlenska innflutnings­fyrirtækisins Fincafresh hefur vaxið jafnt og þé...

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga
Fréttir 2. desember 2024

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga

Vonast er til að að aukin þekking á sálfræðilegum hliðum byggðamála geti stuðlað...

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð
Fréttir 29. nóvember 2024

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð

Suðurnesjamaðurinn Ingvar Georg Georgsson hefur verið ráðinn í starf slökkviliðs...

Rannsókn ungra bænda
Fréttir 29. nóvember 2024

Rannsókn ungra bænda

Samtök ungra bænda (SUB) eru að kortleggja hindranir og hvata nýliðunar og kynsl...

Haustrúningur í fullum gangi
Fréttir 29. nóvember 2024

Haustrúningur í fullum gangi

Baldur Stefánsson, rúningsmaður frá Klifshaga í Öxarfirði, klippir tólf til þret...