Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Svína-, eggja-, og kjúklingabændur hyggjast ráða sameiginlegan talsmann
Mynd / bbl
Fréttir 12. maí 2018

Svína-, eggja-, og kjúklingabændur hyggjast ráða sameiginlegan talsmann

Bændablaðið greindi frá því á dögunum að félög svína-, eggja- og kjúklingabænda hygðust ráða sameiginlegan framkvæmdastjóra. Í fréttinni var vísað til orða Ingva Stefánssonar, formanns Félags svínabænda, á aðalfundi þeirra.  

Í kjölfar birtingar fréttarinnar sendi Ingvi blaðinu eftirfarandi yfirlýsingu sem hér er birt orðrétt og í heild sinni: 

„Í Bændablaðinu sem gefið var út þann 9. maí sl. voru fluttar fréttir af aðalfundi félags svínabænda. Í ræðu undirritaðs sem vitnað var í kom m.a. eftirfarandi fram....“að óskað hafi verið eftir því á síðasliðnu sumri að þessi búgreinafélög (eggja-, kjúklinga- og svína) myndu ráða sér sameiginlegan framkvæmdastjóra. Sá framkvæmdastjóri yrði jafnframt talsmaður þessara búgreina“. Hið rétta er að eggja-, og kjúklingabændur hafa nú þegar sinn eigin framkvæmdastjóra. Þannig var rangt af undirrituðum að nota orðið framkvæmdastjóri og réttara hefði verið að nota eingöngu orðið talsmaður eða upplýsingafulltrúi. Hafa hlutaðeigandi aðilar verið beðnir afsökunar á þessu orðavali. Það leiðréttist hér með.

Virðingarfyllst, Ingvi Stefánsson
Formaður Félags svínabænda“

Upplýsingavefur um líforkuver fyrir dýraleifar
Fréttir 22. ágúst 2024

Upplýsingavefur um líforkuver fyrir dýraleifar

Vefurinn Líforka.is var formlega opnaður fyrir skemmstu, sem er upplýsingavefur ...

Smalahundar etja kappi
Fréttir 22. ágúst 2024

Smalahundar etja kappi

Smalahundafélag Íslands stendur fyrir landskeppni smalahunda 24. og 25. ágúst næ...

Vindmyllur fá grænt ljós
Fréttir 22. ágúst 2024

Vindmyllur fá grænt ljós

Gefið hefur verið út virkjanaleyfi fyrir fyrsta íslenska vindorkuverið, Búrfells...

Frestun hrossaútflutnings
Fréttir 21. ágúst 2024

Frestun hrossaútflutnings

Reglubundin yfirhalning farmflugvélar er ástæða þess að engin hross hafa verið f...

Nýr bústjóri Nautís
Fréttir 21. ágúst 2024

Nýr bústjóri Nautís

Davíð Ingi Baldursson hefur verið ráðinn sem bústjóri í einangrunarstöðinni á St...

Styrkir vegna kaltjóna
Fréttir 21. ágúst 2024

Styrkir vegna kaltjóna

Bjargráðasjóði hefur borist 81 umsókn frá bændum vegna kaltjóns á túnum. Frestur...

Aðgerðaáætlun staðfest
Fréttir 20. ágúst 2024

Aðgerðaáætlun staðfest

Nú í byrjun ágúst staðfestu íslensk stjórnvöld aðgerðaáætlun gegn sýklalyfjaónæm...

Hækkun á afurðaverði
Fréttir 20. ágúst 2024

Hækkun á afurðaverði

Nýlega hafa verið gefnar út verðskrár með afurðaverðs­hækkunum til bænda fyrir n...