Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Sýklalyfjaofnæmi er stór vandamál
Fréttir 17. júlí 2014

Sýklalyfjaofnæmi er stór vandamál

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Samkvæmt upplýsingum Evrópumiðstöðvar sjúkdóma­varna ECDC látast um 25.000 Evrópubúar árlega vegna sýklalyfjaónæmis. Sýklalyfin virka einfaldlega ekki til að meðhöndla sjúkdóma þessa fólks og þessi vandi fer ört vaxandi.

Bent hefur verið í þessu sambandi á ofnotkun sýklalyfja sem læknar ávísa og vegna mikillar notkunar á sjúkrahúsum og í heilsugæslu. Það sem hefur þó valdið sprengingu í áunnu ónæmi fólks fyrir sýklalyfjum er þó talið vera ofnotkun þeirra sem vaxtarhvata í landbúnaði víða um heim, aðallega við eldi á nautgripum, kjúklingum og svínum. Um 70 til 80% af öllum sýklalyfjum fara til notkunar í landbúnaði, að því er fram kom í umfjöllun danska blaðsins Politiken fyrir nokkru. Þá er sýklalyfjum gjarnan blandað í vatn eða fóður til að tryggja að dýrin haldi heilsu þar til þeim er slátrað. Þetta gerir það að verkum að mikið að sýklalyfjum verður eftir í kjötinu sem fólk neytir og þar með er fjandinn laus. Þessari aðferðafræði við eldi dýra hefur hins vegar ekki verið beitt á Íslandi.

Dýraheilbrigðisstofnun Banda­ríkjanna (The Animal Health Institute of America – AHI) hefur áætlað að án notkunar sýklalyfja og annarra vaxtarhvetjandi efna þyrfti að rækta aukalega 452 milljónir kjúklinga á ári í Bandaríkjunum til að anna eftirspurn. Þá þyrfti að auka framleiðsluna um 23 milljónir nautgripa og 12 milljónir svína af sömu ástæðu. Augljóst er því að gríðarleg notkun sýklalyfja og stera er fyrst og fremst efnahagslegt hagsmunamál kjöt- og lyfjaframleiðenda. Um leið er verið að búa til stórkostlegt heilsuvandamál fyrir almenning sem neytir afurðanna

Færri útflutt hross
Fréttir 7. janúar 2025

Færri útflutt hross

Útflutningur íslenskra hrossa árið 2024 verður minni en í fyrra.

Lækjarbakki flyst í Gunnarsholt
Fréttir 7. janúar 2025

Lækjarbakki flyst í Gunnarsholt

Ákveðið hefur verið að flytja meðferðarheimilið Lækjarbakka í Gunnarsholt á Rang...

Smáforrit til að panta sæðingar
Fréttir 6. janúar 2025

Smáforrit til að panta sæðingar

Smáforritið Fang, sem er notað fyrir pantanir á sæðingum og skráningar fyrir frj...

Haukur er nýr formaður Gæðingadómarafélagsins
Fréttir 6. janúar 2025

Haukur er nýr formaður Gæðingadómarafélagsins

Haukur Bjarnason, bóndi á hrossaræktarbúinu Skáney í Reykholtsdal, er nýr formað...

„Íslenskt lambakjöt“ verndað afurðaheiti
Fréttir 6. janúar 2025

„Íslenskt lambakjöt“ verndað afurðaheiti

Gagnkvæm viðurkenning er nú á landfræðilegum afurðaheitum Íslands og Bretlands o...

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu
Fréttir 3. janúar 2025

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu

Í haust keypti samlagsfélagið SÍA IV, framtakssjóður í rekstri sjóðstýringarfyri...

Hert á ferlunum
Fréttir 3. janúar 2025

Hert á ferlunum

Einfalda, hraða og stytta á ferli rammaáætlunar til að flýta fyrir orkuöflun í l...

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru
Fréttir 3. janúar 2025

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru

Framkvæmdir við uppbyggingu Laxeyjar á fiskeldi í Vestmanna­eyjum hafa gengið sa...