Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Sýklalyfjaónæmi er ekki á niðurleið í Evrópu
Fréttir 27. febrúar 2019

Sýklalyfjaónæmi er ekki á niðurleið í Evrópu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Í sameiginlegri skýrslu frá Matvælaöryggisstofnun Evrópu (EFSA) og Sóttvarnarstofnun Evrópu (ECDC) sem kom út fyrir skömmu kemur fram að aukið sýklalyfjaónæmi mælist í bakteríum sem smitast á milli dýra og manna, eins og Salmonella og Campylobacter. Skýrslan sýnir að það er mikið verk fyrir höndum í baráttunni gegn sýklalyfjaónæmi og nauðsynlegt að vinna að því með þverfaglegu samstarfi undir formerkjum „Ein heilsa“ (One Health).

Á heimasíðu Mast segir að skýrslan sé samantekt á niðurstöðum ársins 2017 en áhersla var lögð á vöktun sýklalyfjaónæmis í bakteríum úr svínum og nautgripum með sýnatökum við slátrun og í kjöti á markaði.

Þróun milli ára

Niðurstöður voru bornar saman við niðurstöður á sýklalyfjaónæmi í Salmonella og Campylobacter stofnum úr fólki og þróun á milli ára. Gert var grein fyrir tilvist fjölónæmra stofna sem eru stofnar með ónæmi gegn að minnsta kosti þremur sýklalyfjaflokkum. Niðurstöður mælinga hér á landi í fólki, svínum við slátrun, svínakjöti og nautgripakjöti koma fram í skýrslunni.

Flestar salmonellusýkingar í fólki ganga venjulega yfir án meðhöndlunar með sýklalyfjum. Í sumum tilfellum getur þessi meltingarfærasýking verið lífshættuleg ef bakterían dreifir sér um blóðið í önnur líffæri og meðhöndlun með sýklalyfjum er nauðsynleg.

Aukningi í ónæmi

Aukning á ónæmi Salmonella stofna gegn mikilvægum sýklalyfjum eins og flúórókínólónum er þess vegna áhyggjuefni. Flest lönd tilkynntu um aukningu á ónæmi Salmonella Typhimurium stofna í fólki gegn flúórókínólónum, en hérlendis voru allir 14 stofnarnir sem prófaðir voru næmir fyrir lyfi í þessum lyfjaflokki. Um 40% S. Typhimurium stofnana í Evrópu voru fjölónæmir. Yfir 64% S. Typhimurium stofna á svínaskrokkum við slátrun voru fjölónæmir, en hérlendis hefur ekki fundist S. Typhimurium á svínaskrokkum eftir 2014. Einfasa stofn (monophasic) Salmonella Typhimurium hefur á skömmum tíma orðið ein algengasta sermisgerð í allmörgum dýrategundum og í sýkingum í fólki. Sá stofn var oft fjölónæmur eða í u.þ.b. 80% tilvika  í fólki og um 77% tilvika á svínaskrokkum við slátrun. Einn einfasa stofn S. Typhimurium greindist í svínaskrokki hér á landi sem var ónæmur fyrir tveimur sýklalyfjaflokkum.

Lág tíðni ónæmis á Íslandi

Í öllum löndum nema á Íslandi, Danmörku, Írlandi, Noregi og Bretlandi voru Campylobacter jejuni stofnar úr fólki með háa eða mjög háa tíðni ónæmis gegn cíprófloxacín úr flokki flúórókínólóna. Í þeim löndum er ekki lengur hægt að nota þessi sýklalyf í venjubundinni meðferð sýkinga sé hún nauðsynleg. En ónæmi C. jejuni stofna gegn cíprófloxacín hérlendis hefur aukist undanfarin ár og sama þróun sást í 7 öðrum löndum.

Að auki komu fram í skýrslunni niðurstöður rannsókna á tilvíst ESBL/AmpC myndandi E. coli í svínum og nautgripum undir 1 árs og ónæmi í E. coli bendibakteríum í þessum dýrategundum í botnlangasýnum tekin við slátrun. Vöktun á sýklalyfjaónæmi í E. coli bakteríum í dýrum sem eru alin til manneldis gefa mikilvægar upplýsingar um mögulegar hættur á smiti milli dýra og frá dýrum í fólk. Niðurstöður voru misjafnar milli landa og dýrategunda.

Mikil vitundavakning hefur orðið á þessu mikilvæga málefni og hafa sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og heilbrigðisráðherra skrifað undir yfirlýsingu um sameiginlegt átak til að draga úr útbreiðslu sýklalyfjaónæmra baktería á Íslandi en skynsamleg notkun sýklalyfja er lykilatriði í þeim efnum.

Niðurstöður vegna vöktunar 2017 á sýklalyfjaónæmi í dýrum og matvælum á Íslandi er að finna á heimasíðu Matvælastofnunar. Niðurstöður ársins 2018 er að vænta á allra næstu dögum.

Ítarefni
Frétt EFSA um sameiginlega skýrslu ECDC og EFSA um sýklalyfjaónæmi í súnubakteríum og bendibakteríum frá mönnum, dýrum og matvælum 2017

Upplýsingagátt EFSA og ECDC um sýklalyfjaónæmi í Evrópu 2017

Eftirlitsniðurstöður sýklalyfjaónæmis á Íslandi 2017

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar
Fréttir 29. október 2024

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar

Slow Food Reykjavík hélt hátíð í garðskála Grasagarðs Reykjavíkur dagana 18. og ...

Dagur sauðkindarinnar
Fréttir 29. október 2024

Dagur sauðkindarinnar

Þann 12. október síðastliðinn var dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu haldi...

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins
Fréttir 29. október 2024

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins

Vala Valtýsdóttir er nýr formaður stjórnar Lífeyrissjóðs bænda. Aukaaðalfundur s...

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar
Fréttir 28. október 2024

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar

Skipulagsstofnun birti þann 18. október til umsagnar matsáætlun fyrir mat á umhv...

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu
Fréttir 28. október 2024

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu

Auka þarf innlenda matvælaframleiðslu um 45–55 prósent næstu þrjátíu árin til að...

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé
Fréttir 28. október 2024

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé

Innleiðing á verndandi og mögulega verndandi arfgerðum gegn riðu í sauðfé gengur...

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju
Fréttir 25. október 2024

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju

Umsóknum um styrki vegna útiræktunar grænmetis fækkaði um fimm frá fyrra ári.

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast
Fréttir 25. október 2024

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast

Kennitala Sláturhússins á Hellu hefur verið afskráð og verður reksturinn færður ...