Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Eirný Sigurðardóttir og Hlédís Sveinsdóttir ánægðar á markaðnum í mars.
Eirný Sigurðardóttir og Hlédís Sveinsdóttir ánægðar á markaðnum í mars.
Mynd / Hkr.
Fréttir 19. ágúst 2014

Sýningarsvæðið stækkað fyrir sumarmarkað Búrsins

Höfundur: /smh

Ljúfmetisverslunin Búrið býður til sumarmarkaðar helgina 30. og 31. ágúst næstkomandi í Hörpu. Opið verður báða dagana frá 11-17. Matarmarkaðir Búrsins hafa notið gríðarlegra vinsælda á undanförnum misserum og er skemmst að minnast vetrarmarkaðarins í mars síðastliðnum þegar aðsóknarmet var slegið í Hörpu.

„Við gerðum samning við Hörpu um að við myndum halda þrjá markaði á þessu ári. Við héldum einn í mars, svo er það þessi í lok ágúst og sá síðasti verður í nóvember. Við héldum jólamarkað í Hörpu í desember og það komu 16.000 manns á hann. Síðan var tvöföldun á fjöldanum sem kom í mars – en þá var að vísu haldið Búnaðarþing á sama tíma og svo var lokadagur Food and fun-hátíðarinnar í gangi á sama tíma,“ segir Eirný Sigurðardóttir, eigandi Búrsins.

Eirný segir að í það hafi komið á daginn að svæðið sem notað var undir markaðinn í mars hafi verið of lítið fyrir allan þennan mannfjölda. „Fólk verður að geta komist vandræðalaust á milli framleiðenda og því ætlum við núna að stækka svæðið til muna; þannig að nú nái það í raun meira og minna alla leið að inngangi Hörpu – og myndi þannig samfellt svæði með útisvæðinu.“

Eirný hvetur bændur – og aðra matvælaframleiðendur og matarhandverksfólk sem áhuga hafa á að taka þátt – til að setja sig í samband við sig. Símanúmerið í Búrinu er 551 8400 og tölvupóstfangið burid@burid.is.

Færri útflutt hross
Fréttir 7. janúar 2025

Færri útflutt hross

Útflutningur íslenskra hrossa árið 2024 verður minni en í fyrra.

Lækjarbakki flyst í Gunnarsholt
Fréttir 7. janúar 2025

Lækjarbakki flyst í Gunnarsholt

Ákveðið hefur verið að flytja meðferðarheimilið Lækjarbakka í Gunnarsholt á Rang...

Smáforrit til að panta sæðingar
Fréttir 6. janúar 2025

Smáforrit til að panta sæðingar

Smáforritið Fang, sem er notað fyrir pantanir á sæðingum og skráningar fyrir frj...

Haukur er nýr formaður Gæðingadómarafélagsins
Fréttir 6. janúar 2025

Haukur er nýr formaður Gæðingadómarafélagsins

Haukur Bjarnason, bóndi á hrossaræktarbúinu Skáney í Reykholtsdal, er nýr formað...

„Íslenskt lambakjöt“ verndað afurðaheiti
Fréttir 6. janúar 2025

„Íslenskt lambakjöt“ verndað afurðaheiti

Gagnkvæm viðurkenning er nú á landfræðilegum afurðaheitum Íslands og Bretlands o...

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu
Fréttir 3. janúar 2025

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu

Í haust keypti samlagsfélagið SÍA IV, framtakssjóður í rekstri sjóðstýringarfyri...

Hert á ferlunum
Fréttir 3. janúar 2025

Hert á ferlunum

Einfalda, hraða og stytta á ferli rammaáætlunar til að flýta fyrir orkuöflun í l...

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru
Fréttir 3. janúar 2025

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru

Framkvæmdir við uppbyggingu Laxeyjar á fiskeldi í Vestmanna­eyjum hafa gengið sa...