Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Eirný Sigurðardóttir og Hlédís Sveinsdóttir ánægðar á markaðnum í mars.
Eirný Sigurðardóttir og Hlédís Sveinsdóttir ánægðar á markaðnum í mars.
Mynd / Hkr.
Fréttir 19. ágúst 2014

Sýningarsvæðið stækkað fyrir sumarmarkað Búrsins

Höfundur: /smh

Ljúfmetisverslunin Búrið býður til sumarmarkaðar helgina 30. og 31. ágúst næstkomandi í Hörpu. Opið verður báða dagana frá 11-17. Matarmarkaðir Búrsins hafa notið gríðarlegra vinsælda á undanförnum misserum og er skemmst að minnast vetrarmarkaðarins í mars síðastliðnum þegar aðsóknarmet var slegið í Hörpu.

„Við gerðum samning við Hörpu um að við myndum halda þrjá markaði á þessu ári. Við héldum einn í mars, svo er það þessi í lok ágúst og sá síðasti verður í nóvember. Við héldum jólamarkað í Hörpu í desember og það komu 16.000 manns á hann. Síðan var tvöföldun á fjöldanum sem kom í mars – en þá var að vísu haldið Búnaðarþing á sama tíma og svo var lokadagur Food and fun-hátíðarinnar í gangi á sama tíma,“ segir Eirný Sigurðardóttir, eigandi Búrsins.

Eirný segir að í það hafi komið á daginn að svæðið sem notað var undir markaðinn í mars hafi verið of lítið fyrir allan þennan mannfjölda. „Fólk verður að geta komist vandræðalaust á milli framleiðenda og því ætlum við núna að stækka svæðið til muna; þannig að nú nái það í raun meira og minna alla leið að inngangi Hörpu – og myndi þannig samfellt svæði með útisvæðinu.“

Eirný hvetur bændur – og aðra matvælaframleiðendur og matarhandverksfólk sem áhuga hafa á að taka þátt – til að setja sig í samband við sig. Símanúmerið í Búrinu er 551 8400 og tölvupóstfangið burid@burid.is.

Vegaframkvæmdum forgangsraðað
Fréttir 4. desember 2024

Vegaframkvæmdum forgangsraðað

Alls verður rúmum 27 milljörðum króna ráðstafað til framkvæmda og viðhalds á veg...

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina
Fréttir 4. desember 2024

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina

Fremur mun fátítt að hrossafeiti sé notuð í sápuframleiðslu hérlendis. Úr tíu kí...

Nýr skóli byggður
Fréttir 3. desember 2024

Nýr skóli byggður

Fyrsta skóflustungan var tekin á dögunum að nýjum Bíldudalsskóla sem verður samr...

Ávextir beint frá spænskum bónda
Fréttir 3. desember 2024

Ávextir beint frá spænskum bónda

Rekstur norðlenska innflutnings­fyrirtækisins Fincafresh hefur vaxið jafnt og þé...

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga
Fréttir 2. desember 2024

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga

Vonast er til að að aukin þekking á sálfræðilegum hliðum byggðamála geti stuðlað...

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð
Fréttir 29. nóvember 2024

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð

Suðurnesjamaðurinn Ingvar Georg Georgsson hefur verið ráðinn í starf slökkviliðs...

Rannsókn ungra bænda
Fréttir 29. nóvember 2024

Rannsókn ungra bænda

Samtök ungra bænda (SUB) eru að kortleggja hindranir og hvata nýliðunar og kynsl...

Haustrúningur í fullum gangi
Fréttir 29. nóvember 2024

Haustrúningur í fullum gangi

Baldur Stefánsson, rúningsmaður frá Klifshaga í Öxarfirði, klippir tólf til þret...