Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Tæplega 240 þýskar konur réðu sig til vinnu á íslenskum bændabýlum
Fréttir 22. september 2014

Tæplega 240 þýskar konur réðu sig til vinnu á íslenskum bændabýlum

Tæplega 240 þýskar konur fluttu til Íslands skömmu eftir að Þjóðverjar töpuðu stríðinu í seinni heimsstyrjöldinni. Heimildarmynd um þessar konur verður sýnd á kvik­mynda­hátíðinni Riff sem haldin verður 25. september til 5. október næstkomandi. Myndin ber heitið Eisheimat eða Home in the Ice og er á þýsku en verður sýnd með enskum texta.


Bakgrunnur myndarinnar er Þýskaland eftir stríð, árið 1949. Landið var í rúst án nokkurrar vonar fyrir ungar konur, í landi án karlmanna. Þá stóð þáverandi Búnaðarfélag Íslands og forveri Bændasamtaka Íslands að auglýsingum í dagblöðum  Norður-Þýskalands á eftirfarandi hátt:  „Óskað eftir kvenkyns starfsfólki á bóndabæ.“


Í kjölfarið fengu 238 þýskar konur að fara til hinnar ókunnu eyju í norðri og Íslendingar upplifðu fyrstu fjöldaflutninga fólks til landsins. Allar höfðu þýsku konurnar sérstakar ástæður fyrir brottflutningum frá rústum Þýskalands og norður í haf. Myndin segir sögu sex hugrakkra kvenna sem líta á níræðisaldri yfir farinn veg. Þetta er síðasta afturhvarf þeirra til gamalla þurftartíma þar sem þær þurftu að yfirgefa heimalandið og hefja nýtt líf á heimili á ókunnugum stað. Konurnar í myndinni hafa fundið jafnvægi til að gera upp gamla tíma og horfa á þá með væntumþykju, opnum hug og fyrirgefningu í hjarta.

Myndin er 90 mínútur að lengd og handritshöfundur og leikstjóri er Heike Fink. Framleiðandi er Juliane Thevissen og meðframleiðendur eru Birgit Guðjónsdóttir og Marcel Reategui. Klippingu annaðist Galip Iyitanir, hljóð: Arnar Ólafsson, tónlist: Julia Klomfass og dreifing: Thevissen Filmproduktion. Sýnishorn úr myndinni má finna, reyndar ótextað, á vefslóðinni: http://vimeo.com/87575133.

Vegaframkvæmdum forgangsraðað
Fréttir 4. desember 2024

Vegaframkvæmdum forgangsraðað

Alls verður rúmum 27 milljörðum króna ráðstafað til framkvæmda og viðhalds á veg...

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina
Fréttir 4. desember 2024

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina

Fremur mun fátítt að hrossafeiti sé notuð í sápuframleiðslu hérlendis. Úr tíu kí...

Nýr skóli byggður
Fréttir 3. desember 2024

Nýr skóli byggður

Fyrsta skóflustungan var tekin á dögunum að nýjum Bíldudalsskóla sem verður samr...

Ávextir beint frá spænskum bónda
Fréttir 3. desember 2024

Ávextir beint frá spænskum bónda

Rekstur norðlenska innflutnings­fyrirtækisins Fincafresh hefur vaxið jafnt og þé...

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga
Fréttir 2. desember 2024

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga

Vonast er til að að aukin þekking á sálfræðilegum hliðum byggðamála geti stuðlað...

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð
Fréttir 29. nóvember 2024

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð

Suðurnesjamaðurinn Ingvar Georg Georgsson hefur verið ráðinn í starf slökkviliðs...

Rannsókn ungra bænda
Fréttir 29. nóvember 2024

Rannsókn ungra bænda

Samtök ungra bænda (SUB) eru að kortleggja hindranir og hvata nýliðunar og kynsl...

Haustrúningur í fullum gangi
Fréttir 29. nóvember 2024

Haustrúningur í fullum gangi

Baldur Stefánsson, rúningsmaður frá Klifshaga í Öxarfirði, klippir tólf til þret...