Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Tæplega 240 þýskar konur réðu sig til vinnu á íslenskum bændabýlum
Fréttir 22. september 2014

Tæplega 240 þýskar konur réðu sig til vinnu á íslenskum bændabýlum

Tæplega 240 þýskar konur fluttu til Íslands skömmu eftir að Þjóðverjar töpuðu stríðinu í seinni heimsstyrjöldinni. Heimildarmynd um þessar konur verður sýnd á kvik­mynda­hátíðinni Riff sem haldin verður 25. september til 5. október næstkomandi. Myndin ber heitið Eisheimat eða Home in the Ice og er á þýsku en verður sýnd með enskum texta.


Bakgrunnur myndarinnar er Þýskaland eftir stríð, árið 1949. Landið var í rúst án nokkurrar vonar fyrir ungar konur, í landi án karlmanna. Þá stóð þáverandi Búnaðarfélag Íslands og forveri Bændasamtaka Íslands að auglýsingum í dagblöðum  Norður-Þýskalands á eftirfarandi hátt:  „Óskað eftir kvenkyns starfsfólki á bóndabæ.“


Í kjölfarið fengu 238 þýskar konur að fara til hinnar ókunnu eyju í norðri og Íslendingar upplifðu fyrstu fjöldaflutninga fólks til landsins. Allar höfðu þýsku konurnar sérstakar ástæður fyrir brottflutningum frá rústum Þýskalands og norður í haf. Myndin segir sögu sex hugrakkra kvenna sem líta á níræðisaldri yfir farinn veg. Þetta er síðasta afturhvarf þeirra til gamalla þurftartíma þar sem þær þurftu að yfirgefa heimalandið og hefja nýtt líf á heimili á ókunnugum stað. Konurnar í myndinni hafa fundið jafnvægi til að gera upp gamla tíma og horfa á þá með væntumþykju, opnum hug og fyrirgefningu í hjarta.

Myndin er 90 mínútur að lengd og handritshöfundur og leikstjóri er Heike Fink. Framleiðandi er Juliane Thevissen og meðframleiðendur eru Birgit Guðjónsdóttir og Marcel Reategui. Klippingu annaðist Galip Iyitanir, hljóð: Arnar Ólafsson, tónlist: Julia Klomfass og dreifing: Thevissen Filmproduktion. Sýnishorn úr myndinni má finna, reyndar ótextað, á vefslóðinni: http://vimeo.com/87575133.

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...