Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Terra Madre dagurinn haldinn hátíðlegur í dag
Fréttir 10. desember 2014

Terra Madre dagurinn haldinn hátíðlegur í dag

Höfundur: smh

Á hverju ári heldur alþjóðlega Slow Food-hreyfingin 10. desember hátíðlegan. Þá er haldið upp á Terra Madre-daginn (dag móður jarðar). Slow Food-hreyfingin var stofnuð þennan dag fyrir 25 árum.

Fólk kemur þá saman úti um allan heim sem áhuga hefur á að borða góðan mat úr héraði, efna til bændamarkaða með mat úr héraði, eða til að slá upp öðrum viðburðum í anda Slow Food-hugsjónarinnar.

Í ár var ákveðið hér á Íslandi að biðla til veitingamanna á landinu sem aðhyllast Slow Food-hugmyndafræðina og eru með veitingastað – eða senda mat til  fyrirtækja – að elda og bjóða upp á súpu eftir eigin uppskrift. Hún yrði þá eingöngu unnin úr íslensku hráefni og ef hægt er; með hráefni sem er um borð í Bragðörkinni (sjá nánar um íslenskar afurðir Bragðarkarinnar á www.slowfood.is).

Slow Food-hreyfingin stofnuð á þessum degi

Hinn 10. desember 1989, fyrir 25 árum síðan, voru Slow Food-samtökin stofnuð formlega í Bra á Ítalíu – í Piemontehéraði. Terra Madre, sem þýðir móðir jörð, hefur verið heitið á samkomu matarsamfélaga („food communities“) víðs vegar að úr heiminum, sem er haldin á tveggja ára fresti í Tórínó á sama tíma og matarsýningin Salone del Gusto. Þessi matarsamfélög samanstanda af matreiðslumönnum, smáframleiðendum, ungu áhugafólki um matreiðslu, bændum, sjómönnum, fræðimönnum og neytendum. Þessi samfélög halda í heiðri matvælaframleiðslu sem fer eftir gildum Slow Food-hreyfingarinnar; um að maturinn eigi að koma úr héraði, vera góður og hreinn – og framleiddur og seldur með sanngirni að leiðarljósi.

Vegaframkvæmdum forgangsraðað
Fréttir 4. desember 2024

Vegaframkvæmdum forgangsraðað

Alls verður rúmum 27 milljörðum króna ráðstafað til framkvæmda og viðhalds á veg...

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina
Fréttir 4. desember 2024

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina

Fremur mun fátítt að hrossafeiti sé notuð í sápuframleiðslu hérlendis. Úr tíu kí...

Nýr skóli byggður
Fréttir 3. desember 2024

Nýr skóli byggður

Fyrsta skóflustungan var tekin á dögunum að nýjum Bíldudalsskóla sem verður samr...

Ávextir beint frá spænskum bónda
Fréttir 3. desember 2024

Ávextir beint frá spænskum bónda

Rekstur norðlenska innflutnings­fyrirtækisins Fincafresh hefur vaxið jafnt og þé...

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga
Fréttir 2. desember 2024

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga

Vonast er til að að aukin þekking á sálfræðilegum hliðum byggðamála geti stuðlað...

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð
Fréttir 29. nóvember 2024

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð

Suðurnesjamaðurinn Ingvar Georg Georgsson hefur verið ráðinn í starf slökkviliðs...

Rannsókn ungra bænda
Fréttir 29. nóvember 2024

Rannsókn ungra bænda

Samtök ungra bænda (SUB) eru að kortleggja hindranir og hvata nýliðunar og kynsl...

Haustrúningur í fullum gangi
Fréttir 29. nóvember 2024

Haustrúningur í fullum gangi

Baldur Stefánsson, rúningsmaður frá Klifshaga í Öxarfirði, klippir tólf til þret...