Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Föngulegir Færeyingar íklæddir þjóðbúningum við Kjarvalsstaði á hátíð færeyska fánans 25. apríl. Talið frá vinstri: Høgni Hoydal, sjávarútvegsráðherra Færeyja, Petur Olivar í Hoyvík, Ludvík við Stein, Atli Johansen og Jón Nónklett. Myndir / Hörður Kristjá
Föngulegir Færeyingar íklæddir þjóðbúningum við Kjarvalsstaði á hátíð færeyska fánans 25. apríl. Talið frá vinstri: Høgni Hoydal, sjávarútvegsráðherra Færeyja, Petur Olivar í Hoyvík, Ludvík við Stein, Atli Johansen og Jón Nónklett. Myndir / Hörður Kristjá
Fréttir 6. maí 2019

Þjóðfáni Færeyinga 100 ára

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Sendistofa Færeyja á Íslandi efndi til hátíðar  á Kjarvalsstöðum sumardaginn fyrsta, 25. maí, til að halda upp á að þá voru liðin 100 ár frá því færeyski þjóðfáninn var fyrst dreginn að húni.

Høgni Hoydal, sjávarútvegs­ráðherra Færeyja, hélt ræðu á hátíðinni og lýsti sögu fánans fyrir gesti af stakri snilld á þrem tungumálum, færeysku, íslensku og ensku. Þá var sunginn fánasöngur Færeyinga, og söng Evi Tausen þrjú lög í kjölfarið af sinni nýjustu plötu. Þá sýndu Færeyingar hvernig á að dansa færeyskan keðjudans og fengu gesti til að taka þátt og vakti það mikla lukku. Í kjölfarið buðu Færeyingar gestum að smakka á færeyskum matvælum og bjór, þar á meðal skerpukjöti, spiki og þurrkuðu reyðarhvalskjöti sem góður rómur var gerður að.

 

 

Fengu innblástur af fullveldi Íslands

Høgni Hoydal sagði að færeyski fáninn ætti sér nú 100 ára sögu og hefði sérstaka merkingu í sjálfstæðisbaráttu Færeyinga. Saga fánans væri nátengd sterkum tengslum við Ísland og íslensku sjálfstæðisbaráttuna. Innblásturinn að færeyska fánanum hafi komið eftir fyrri heimsstyrjöldina og þegar Íslendingar fengu sitt fullveldi 1918.

Færeyska fánanum var fyrst flaggað í Kaupmannahöfn og í Fámjin á Suðurey

„Færeyski fáninn [merkið] var í fyrsta sinn settur upp af færeyskum stúdentum í Kaupmannahöfn fyrir hundrað árum og hann var í fyrsta sinn  notaður í Færeyjum í brúðkaupi heima í Færeyjum [22. júní] árið 1919 í þorpinu Fámjin á Suðurey. Eftir þetta var, eins og með íslenska fánann, háð langt og mikið stríð til að fá viðurkenningu fyrir notkun hans sem siglingafána Færeyinga.

Sem þjóðir hafsins og sem siglingafólk eru Íslendingar og Færeyingar með sömu hagsmuni. Færeyski fáninn var í fyrsta sinn notaður á færeyskum skipum í íslenskri lögsögu árið 1923. Þá var færeyski fáninn notaður á færeyskum skipum sem komu að landi á Austurlandi.“

Flöggun færeyska fánans á Þingvöllum 1930 olli diplómatískri kreppu

„Árið 1930, á hinni stóru afmælishátíð Alþingis á Þingvöllum, var Edward Mitens, þingforseta færeyska lögþingsins [Føroya løgting], boðið sem gesti að halda ræðu. Þá drógu Íslendingar færeyska fánann að húni sem olli mikilli diplómatískri kreppu á þeim tíma.“
Fáninn var viðurkenndur af Bretum 25. apríl 1940

„Það var þó ekki fyrr en í seinni heimsstyrjöldinni að færeyski fáninn fékk virðingarvott frá Bretum, eða breska flotamála­ráðuneytinu. Það tilkynnti þá í gegnum ríkisútvarpið BBC [25. apríl 1940] að öllum færeyskum skipum væri heimilt að nota færeyska fánann. Öll stríðsárin sigldu færeysk skip í íslenskar hafnir undir færeyska fánanum og fluttu fisk til Bretlands.“

Færeyski fáninn varð tilí náinni samvinnu Færeyinga
og Íslendinga

„Færeyski fáninn varð því til í nánum tengslum og samvinnu milli Færeyja og Íslands. Við þökkum hjartanlega fyrir það og erum stolt af því. Við vonum að færeyski fáninn verði í framtíðinni ímynd áframhaldandi samstarfs og samvinnu á milli Færeyja og Íslands.

Færeyska „merkið“ blaktir samt ekki enn á öllum sviðum fyrir frjálsu og fullvalda ríki, en við erum svo nálægt því núna í uppbyggingu færeyskrar sjálfstæðisbaráttu að það verður fljótlega að veruleika,“ sagði Høgni Hoydal.

Hæfustu siglingamennirnir sem fundu Færeyjar, hina rak til Íslands

Høgni  sló undir lok ræðu sinnar á léttari strengi og sagði að bæði Færeyingar og Íslendingar ættu uppruna sinn að rekja til flótta fólks undan ægivaldi og skattaáþján norskra konunga. Sigldu menn þá á haf út í leit að nýju landi.

„Íslendingar segja að þegar skip þeirra náðu til Færeyja, þá hafi  sjóveikir í hópnum og þeir sem voru ekki alveg tilbúnir að verða sjálfstæðir, farið í land og sest þar að. Þeir sem vildu vera sjálfstæðir hafi svo siglt áfram til Íslands. Kannski eru einhver sannindi í þessu, en við höldum því aftur á móti fram að veruleikinn hafi ekki verið alveg svona.

Þegar forfeður okkar fóru frá Noregi voru þeir allir að leita að Færeyjum til að setjast þar að. Það voru þó einungis bestu siglingamennirnir sem fundu eyjarnar. Hinir þvældust um hafið, en á endanum rak þá upp að strönd Íslands.“

Vegaframkvæmdum forgangsraðað
Fréttir 4. desember 2024

Vegaframkvæmdum forgangsraðað

Alls verður rúmum 27 milljörðum króna ráðstafað til framkvæmda og viðhalds á veg...

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina
Fréttir 4. desember 2024

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina

Fremur mun fátítt að hrossafeiti sé notuð í sápuframleiðslu hérlendis. Úr tíu kí...

Nýr skóli byggður
Fréttir 3. desember 2024

Nýr skóli byggður

Fyrsta skóflustungan var tekin á dögunum að nýjum Bíldudalsskóla sem verður samr...

Ávextir beint frá spænskum bónda
Fréttir 3. desember 2024

Ávextir beint frá spænskum bónda

Rekstur norðlenska innflutnings­fyrirtækisins Fincafresh hefur vaxið jafnt og þé...

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga
Fréttir 2. desember 2024

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga

Vonast er til að að aukin þekking á sálfræðilegum hliðum byggðamála geti stuðlað...

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð
Fréttir 29. nóvember 2024

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð

Suðurnesjamaðurinn Ingvar Georg Georgsson hefur verið ráðinn í starf slökkviliðs...

Rannsókn ungra bænda
Fréttir 29. nóvember 2024

Rannsókn ungra bænda

Samtök ungra bænda (SUB) eru að kortleggja hindranir og hvata nýliðunar og kynsl...

Haustrúningur í fullum gangi
Fréttir 29. nóvember 2024

Haustrúningur í fullum gangi

Baldur Stefánsson, rúningsmaður frá Klifshaga í Öxarfirði, klippir tólf til þret...