Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
E. coli
E. coli
Fréttir 18. nóvember 2014

Þol gegn sýklalyfjum alltaf að aukast

Höfundur: Vilmundur Hansen

Útbreiðsla sýkla í dýrum, mönnum og umhverfi með þol gegn sýklalyfjum er stöðugt að aukast. Í síðustu viku funduðu Norrænir sérfræðingar á þessu sviði hér á landi um þetta mál.

Alþjóða heilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur bent á að vaxandi sýklalyfjaþol baktería sé ein helsta ógn lýðheilsu í heiminum. Aukin útbreiðsla sýklalyfjaþolinna baktería veldur því að erfiðara verður að meðhöndla sýkingar í mönnum og dýrum. Með auknum ferðalögum fólks og flutningi á dýrum og matvælum milli landa eykst hætta á útbreiðslu sýklalyfjaþolinna baktería.

Góð staða á norðurlöndum

Skipulagning fundarins var í höndum Matvælastofnunar, Tilraunastöðvar HÍ að Keldum og sýkladeildar Landspítalans. Staða þessara mála á Norðurlöndunum er tiltölulega góð samanborið við ýmis önnur lönd en nauðsynlegt er að auka rannsóknir sem gætu stuðlað að enn skilvirkari aðgerðum gegn sýklalyfjaþolnum bakteríum.

Í frétt á heimsíðu Matvælastofnunar segir að vinnuhópur á vegum Norræna ráðherraráðsins hafi hér verið að halda sinn annan fund hér. Á fundinum boru  ræddar mögulegar aðgerðir gegn útbreiðslu sýklalyfjaþolinna baktería. Fyrsti fundur hópsins var haldinn fyrir rúmlega ári síðan, í Gautaborg í Svíþjóð. Á þeim fundi var ákveðið að í framtíðinni skuli fundir haldnir árlega og að í þeim skuli taka þátt bæði sérfræðingar á sviði lýðheilsu og heilbrigði dýra, með hliðsjón af hinu svonefnda „One Health“ sjónarmiði.

Fundurinn hófst með því að staða rannsókna á öllum Norðurlöndum var kynnt sem og upplýsingar um aðgerðir gegn sýklalyfjaþoli í hverju landi. Áhersla var lögð á mikilvægustu sýklalyfjaþolnu bakteríurnar MÓSA (methicillin ónæmir Staphylococcus aureus) og ESBL myndandi E. coli.

Mikilvægt að nota sýklalyf skynsamlega

Úr niðurstöðum rannsókna má lesa að sýklalyfjanæmi baktería á Norðurlöndunum er tiltölu gott samanborið við önnur lönd. Þrátt fyrir það má gera betur og nauðsynlegt er að vera á varðbergi. Bakteríur geta helst myndað sýklalyfjaþol við ógætilegri og óhóflegri notkun sýklalyfja. Þess vegna er afar mikilvægt að nota sýklalyf skynsamlega, bæði í dýrum og mönnum. Það ber líka að forðast mengun umhverfisins með sýklalyfjum.

Fulltrúar allra Norðurlandanna voru sammála um að nauðsynlegt sé að kortleggja smitleiðir sýklalyfjaþolinna baktería, til að geta einbeitt sér að þeim aðgerðum sem mestar líkur eru á að skili árangri samkvæmt því sem segir á heimasíðu Matvælastofnunar.

Færri útflutt hross
Fréttir 7. janúar 2025

Færri útflutt hross

Útflutningur íslenskra hrossa árið 2024 verður minni en í fyrra.

Lækjarbakki flyst í Gunnarsholt
Fréttir 7. janúar 2025

Lækjarbakki flyst í Gunnarsholt

Ákveðið hefur verið að flytja meðferðarheimilið Lækjarbakka í Gunnarsholt á Rang...

Smáforrit til að panta sæðingar
Fréttir 6. janúar 2025

Smáforrit til að panta sæðingar

Smáforritið Fang, sem er notað fyrir pantanir á sæðingum og skráningar fyrir frj...

Haukur er nýr formaður Gæðingadómarafélagsins
Fréttir 6. janúar 2025

Haukur er nýr formaður Gæðingadómarafélagsins

Haukur Bjarnason, bóndi á hrossaræktarbúinu Skáney í Reykholtsdal, er nýr formað...

„Íslenskt lambakjöt“ verndað afurðaheiti
Fréttir 6. janúar 2025

„Íslenskt lambakjöt“ verndað afurðaheiti

Gagnkvæm viðurkenning er nú á landfræðilegum afurðaheitum Íslands og Bretlands o...

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu
Fréttir 3. janúar 2025

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu

Í haust keypti samlagsfélagið SÍA IV, framtakssjóður í rekstri sjóðstýringarfyri...

Hert á ferlunum
Fréttir 3. janúar 2025

Hert á ferlunum

Einfalda, hraða og stytta á ferli rammaáætlunar til að flýta fyrir orkuöflun í l...

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru
Fréttir 3. janúar 2025

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru

Framkvæmdir við uppbyggingu Laxeyjar á fiskeldi í Vestmanna­eyjum hafa gengið sa...