Þrír fóðursalar lækka verð á kjarnfóðri
Um síðastliðin mánaðamót lækkuðu Fóðurblandan, Bústólpi og Lífland verð á kjarnfóðri hjá sér um tvö prósent.
Ástæðan er rakin til lækkunar á heimsmarkaðsverði hráefna og hagstæðrar gengisþróunar.
Sem fyrr er haldið utan um verðlista fóðursalanna á vef Landssambands kúabænda, en auk fyrrgreindra sala eru þar verðlistar Sláturfélags Suðurlands og Landstólpa.