Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Handhafar landgræðsluverðlaunanna 2023 ásamt landgræðslustjóra og matvælaráðherra. F.v.: Árni Bragason landgræðslustjóri, Hildur Guðbjörg Kristjánsdóttir hjá Midgard, Þröstur Magnússon, formaður Skógræktarfélags Kópavogs og Kristinn H. Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Kópavogs, Októ Einarsson og Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra.
Handhafar landgræðsluverðlaunanna 2023 ásamt landgræðslustjóra og matvælaráðherra. F.v.: Árni Bragason landgræðslustjóri, Hildur Guðbjörg Kristjánsdóttir hjá Midgard, Þröstur Magnússon, formaður Skógræktarfélags Kópavogs og Kristinn H. Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Kópavogs, Októ Einarsson og Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra.
Mynd / Áskell Þórisson
Fréttir 9. júní 2023

Þrír handhafar landgræðsluverðlauna

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Októ Einarsson, Skógræktarfélag Kópavogs og ferðaþjónustufyrirtækið Midgard eru handhafar landgræðsluverðlaunanna 2023.

Á dögunum veitti Landgræðslan árleg landgræðsluverðlaun en þau hlutu þrír aðilar sem á ólíkan hátt hafa stuðlað að landgræðslu.

Landeigandi jarðanna Heiðarlækjar og Heiðarbrekku á Rangár- völlum, Októ Einarsson, hlaut verðlaun með því að sýna mikið frumkvæði og vera fyrirmynd annarra landeigenda í landgræðslu að því er fram kemur í umsögn Landgræðslunnar. Októ hefur unnið að því að græða jarðir sínar um árabil en þær eru illa farnar sökum jarðvegsrofs og hefur nú unnið á um 200 hektara svæði en markmið hans er að koma í veg fyrir frekari eyðingu gróðurs og jarðvegs, mynda sjálfbæra gróðurþekju og síðar skóglendi.

Kristinn H. Þorsteinsson, framkvæmdastjóra Skógræktarfélags Kópavogs, voru afhent verðlaunin fyrir hönd félagsins og verkefnis um endurheimt birkivistkerfa, sem snýr að söfnun og sáningu birkifræja. Verkefnið hófst vorið 2020 og er markmið þess að efla útbreiðslu birkiskóga með landsátaki við söfnun og dreifingu fræja. Í umsögn Landgræðslunnar segir að Skógræktarfélag Kópavogs, með Kristinn í fararbroddi, hafi borið hitann og þungann af vinnu við framkvæmd verkefnisins.

Þá hlaut ferðaþjónustufyrirtækið Midgard í Rangárþingi eystra verðlaun fyrir skýr umhverfismark- mið í tengslum við nýtingu lands í ferðaþjónustu og áherslu á umhverfis fræðslu til starfsfólks og ferðamanna. Í umsögn Landgræðslunnar segir að ferðaþjónusta sé ein tegund landnýtingar og í ljósi vaxandi ferðamennsku á Íslandi sé mikilvægt að gefa henni gaum. Í rekstri sínum hefur Midgard lagt áherslu á um- hverfismál, s.s. minni matarsóun, fræðslu nemendahópa og eflingu umhverfisvitundar starfsfólks.

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar
Fréttir 29. október 2024

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar

Slow Food Reykjavík hélt hátíð í garðskála Grasagarðs Reykjavíkur dagana 18. og ...

Dagur sauðkindarinnar
Fréttir 29. október 2024

Dagur sauðkindarinnar

Þann 12. október síðastliðinn var dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu haldi...

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins
Fréttir 29. október 2024

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins

Vala Valtýsdóttir er nýr formaður stjórnar Lífeyrissjóðs bænda. Aukaaðalfundur s...

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar
Fréttir 28. október 2024

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar

Skipulagsstofnun birti þann 18. október til umsagnar matsáætlun fyrir mat á umhv...

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu
Fréttir 28. október 2024

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu

Auka þarf innlenda matvælaframleiðslu um 45–55 prósent næstu þrjátíu árin til að...

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé
Fréttir 28. október 2024

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé

Innleiðing á verndandi og mögulega verndandi arfgerðum gegn riðu í sauðfé gengur...

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju
Fréttir 25. október 2024

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju

Umsóknum um styrki vegna útiræktunar grænmetis fækkaði um fimm frá fyrra ári.

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast
Fréttir 25. október 2024

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast

Kennitala Sláturhússins á Hellu hefur verið afskráð og verður reksturinn færður ...