Þrjú tilfelli fuglaflensu í Evrópu
Fuglaflensa af gerðinni H5 hefur greinst á hænsnabúum í Hollandi og Þýskalandi og andabúi í Englandi.
H5N8 vírusinn sem um ræðir er talinn geta smitast í menn en ekki sagður eins hættulegur H5N1 vírusinn sem getur dregið fólk til dauða. Þrátt fyrir það hefur verið ákveðið að slátra öllum fuglum á búunum þremur og einangra þau til að draga úr líkum á smiti í önnur fuglabú.
Ástæða smitsins er sögð geta stafað af farfuglum, hugsanlega álft, á leið til vetrarstöðva sinna sunnar í álfunni.
Sami vírus greindist á fjölda fuglabúa í Suðaustur Asíu fyrr á árinu og hefur nú borist til Evrópu.