Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Þúsundir Íslendinga með eignir í skattaskjólum
Fréttir 28. nóvember 2014

Þúsundir Íslendinga með eignir í skattaskjólum

Höfundur: Vilmundur Hansen

„Þegar við höfum rætt þetta við kollega okkar erlendis eru menn almennt hissa á því hvað stór hluti þjóðarinnar virðist hafa átt eignir í skattaskjólum,“ segir Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri.

Í Viðskiptablaðinu er haft eftir Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóra að þekkt sé að Íslendingar eigi eignir í erlendum skattaskjólum þótt erfitt sé að festa reiður á það hversu stór sú eign er eða hversu margir Íslendingar hafa lagt fé sitt í skattaskjól.

„Jafnvel aðilar sem hafa ekki haft neina gífurlega fjármuni stóðu í þessu, en þetta fór fyrst og fremst í gegnum útibú bankanna í Lúxemborg. Það var viss hjarðhegðun með þetta og einhverjir hafa borið því við að fólki hafi verið ráðlagt að koma eignum fyrir í skattaskjólum af sínum bönkum. Einn af þeim sem hafa boðið okkur upplýsingar um eignastöðu Íslendinga í skattaskjólum til kaups er með gögn um einhverjar þúsundir félaga og hefur tilkynnt okkur það að Ísland sé þar í þriðja sæti yfir fjölda aðila.“

Af þessu má ætla að íslenskir bankar hafi hreinlega ráðlagt og hjálpað fólki að stinga peningum undan og svíkja íslenska ríkið um skatttekjur.

Eins og flestir vita er í skoðun að skattrannsóknarstjóri kaup upplýsingar erlendis frá um eignir Íslendinga í skattaskjólum eins og margar þjóðir hafa gert og innheimt háar upphæðir í skatttekjur í kjölfarið.

Væntanlega má búast við ákvörðun um kaupin verði tekin fljótlega og að hún verði jákvæð.
 

Færri útflutt hross
Fréttir 7. janúar 2025

Færri útflutt hross

Útflutningur íslenskra hrossa árið 2024 verður minni en í fyrra.

Lækjarbakki flyst í Gunnarsholt
Fréttir 7. janúar 2025

Lækjarbakki flyst í Gunnarsholt

Ákveðið hefur verið að flytja meðferðarheimilið Lækjarbakka í Gunnarsholt á Rang...

Smáforrit til að panta sæðingar
Fréttir 6. janúar 2025

Smáforrit til að panta sæðingar

Smáforritið Fang, sem er notað fyrir pantanir á sæðingum og skráningar fyrir frj...

Haukur er nýr formaður Gæðingadómarafélagsins
Fréttir 6. janúar 2025

Haukur er nýr formaður Gæðingadómarafélagsins

Haukur Bjarnason, bóndi á hrossaræktarbúinu Skáney í Reykholtsdal, er nýr formað...

„Íslenskt lambakjöt“ verndað afurðaheiti
Fréttir 6. janúar 2025

„Íslenskt lambakjöt“ verndað afurðaheiti

Gagnkvæm viðurkenning er nú á landfræðilegum afurðaheitum Íslands og Bretlands o...

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu
Fréttir 3. janúar 2025

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu

Í haust keypti samlagsfélagið SÍA IV, framtakssjóður í rekstri sjóðstýringarfyri...

Hert á ferlunum
Fréttir 3. janúar 2025

Hert á ferlunum

Einfalda, hraða og stytta á ferli rammaáætlunar til að flýta fyrir orkuöflun í l...

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru
Fréttir 3. janúar 2025

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru

Framkvæmdir við uppbyggingu Laxeyjar á fiskeldi í Vestmanna­eyjum hafa gengið sa...