Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Tímamótaaðalfundur Sambands garðyrkjubænda
Fréttir 16. apríl 2014

Tímamótaaðalfundur Sambands garðyrkjubænda

Aðalfundur Sambands garðyrkju­bænda verður haldinn 29. apríl og verður haldinn að Hótel Selfoss og hefst kl. 13. Fundurinn markar ákveðin tímamót því auk hefðbundinna aðalfundastarfa verður í fyrsta skiptið kosið eftir nýjum samþykktum SG sem samþykktar voru á síðasta ári. Núverandi formaður stjórnar SG er Sveinn A. Sæland.

Endurskoðun félagskerfis

SG hefur á undanförnum árum unnið að endurskoðun félagskerfis garðyrkjunnar og samþykkti á aðalfundi 2013 að breyta því og gera aðild einstaklingsbundna (einstaklingar og rekstrarfélög framleiðenda), en áður voru undirfélög garðyrkjunnar sem mynduð grunn SG.

Samtímis þessum breytingum voru nýj lög SG samþykkt á síðasta ári. Helsta nýmælið er að á aðalfundinum verður kosið beinni kosningu til stjórnar í fyrsta sinn. Til þess að reka smiðshöggið á þá mikla vinnu sem lögð hefur verið í endurbætur félagskerfisins er stefnt að kynningu á aðalfundinum á drögum um stefnumótun garð­yrkjunnar til næstu ára. Ágúst Þorbjörnsson ráðgjafi hefur leitt þessa vinnu og mættu t.d. yfir 30 félagsmenn á sérstakan vinnufund um stefnumótun nú í mars.

Vegaframkvæmdum forgangsraðað
Fréttir 4. desember 2024

Vegaframkvæmdum forgangsraðað

Alls verður rúmum 27 milljörðum króna ráðstafað til framkvæmda og viðhalds á veg...

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina
Fréttir 4. desember 2024

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina

Fremur mun fátítt að hrossafeiti sé notuð í sápuframleiðslu hérlendis. Úr tíu kí...

Nýr skóli byggður
Fréttir 3. desember 2024

Nýr skóli byggður

Fyrsta skóflustungan var tekin á dögunum að nýjum Bíldudalsskóla sem verður samr...

Ávextir beint frá spænskum bónda
Fréttir 3. desember 2024

Ávextir beint frá spænskum bónda

Rekstur norðlenska innflutnings­fyrirtækisins Fincafresh hefur vaxið jafnt og þé...

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga
Fréttir 2. desember 2024

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga

Vonast er til að að aukin þekking á sálfræðilegum hliðum byggðamála geti stuðlað...

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð
Fréttir 29. nóvember 2024

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð

Suðurnesjamaðurinn Ingvar Georg Georgsson hefur verið ráðinn í starf slökkviliðs...

Rannsókn ungra bænda
Fréttir 29. nóvember 2024

Rannsókn ungra bænda

Samtök ungra bænda (SUB) eru að kortleggja hindranir og hvata nýliðunar og kynsl...

Haustrúningur í fullum gangi
Fréttir 29. nóvember 2024

Haustrúningur í fullum gangi

Baldur Stefánsson, rúningsmaður frá Klifshaga í Öxarfirði, klippir tólf til þret...