Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Tollar verða ekki felldir niður einhliða
Fréttir 3. mars 2014

Tollar verða ekki felldir niður einhliða

Hagfræðistofnun Háskóla Íslands hefur verið fengin til að gera úttekt á íslenska landbúnaðarkerfinu og ætti sú vinna að geta hafist í haust. Þá er verið að vinnað að því að setja saman starfshóp sem á að móta tillögur um hvernig auka megi matvælaframleiðslu á Íslandi, í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Á sama tíma er starfshópur að störfum við að greina tollamál landbúnaðar í heild sinni, bæði í innflutningi og útflutningi. Þetta kom fram í ræðu Sigurðar Inga Jóhanssonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra á búnaðarþingi í dag.

Ráðherra upplýsti að til skoðunar væri að verðlagsnefnd búvara myndi halda sig til hlés þar til vinnu Hagfræðistofnunar lyki, þar eð opinber verðlagning og framleiðslustýring séu hlutir sem stofnunin muni vafalítið taka til skoðunar. Í verðlagsnefnd búvara sitja aðilar frá launþegasamtökunum, Bændasamtökum Íslands og stjórnum búgreinasamtaka, samtökum afurðastöðva og fulltrúi ráðherra. Nefndinni er ætlað að ákveða lágmarksverð mjólkur, meta framleiðslukostnað sauðfjárbúa og semja verðlagsgrundvöll fyrir aðrar búvörur sé óskað eftir því.

Hvað varðar greiningu á tollamálum er ráðgert að starfshópur skili niðurstöðu í haust. Sagðist ráðherra vonast til þess að þá yrði hægt að sjá hvernig tollvernd hefði þróast á undanförnum árum og meta hvar íslenskur landbúnaður eigi hugsanleg sóknarfæri.

Tollar notaðir í öllum vestrænum löndum

Ráðherra varð í ræðu sinni tíðrætt um tollamál. „Tollar eru nýttir til að jafna samkennisstöðu markaða til að vernda innlenda framleiðslu og eru notaðir í öllum vestrænum löndum.  Það er mjög mikilvægt að innlend matvælaframleiðsla geti annað eftirspurn  til að tryggja fæðuöryggi hér á landi,“ sagði Sigurður Ingi meðal annars og bætti við: „Það er búið að koma því inn hjá þjóðinni að frjáls innflutningur á ýmsum landbúnaðarvörum sé til mikilla bóta. Sumir ganga svo langt að vilja fella niður tolla einhliða. Er þá ekki síst vísað í fjárhagslegan ávinning og á það bent að háir tollar séu á innfluttum landbúnaðarvörum og slíkt sé skaðlegt neytendum.“

Í máli Sigurðar Inga kom fram að íslensk stjórnvöld ættu nú í viðræðum við Evrópusambandið um að auka innflutning á matvælum til landsins gegn því að fá að flytja meira út til sambandsríkjanna.  „Þetta er í mínum huga algjört lykilatriði. Menn mega ekki gleyma því að aðgangur að mörkuðum er í sjálfu sér verðmæti; eftirsótt verðmæti. Ef aukið er við innflutning, mun það gerast í skiptum fyrir útflutning. Þannig tryggjum við hagsmuni okkar. Tryggjum að heildarbúvöruframleiðslan í landinu haldist óbreytt eða eflist, jafnvel þótt við deilum innlenda markaðnum með framleiðendum annarra landa.“

Gagnrýndi verslunina

Ráðherrann var harðorður í garð verslunarinnar varðandi kröfur sem gerðar hafa verið á að flytja inn landbúnaðarvörur til landsins. „Tökum ostana sem dæmi; það er ekkert mál fyrir hvern sem er að flytja inn ost, buffalaost, eða hvaða ost sem er. Til þess eru ostakvótarnir, bæði á grundvelli WTO og ESB samninga. En það merkilega er, að þótt kvóti sé til staðar, flytur verslunin ekki þessa osta til landsins, sem hún þó segir að vanti á markaðinn. Því ekki?“

Öfl sem vilja brjóta niður stuðningskerfi landbúnaðrins

„Mér sýnist svarið geta legið í því, að þetta snýst ekki um innflutninginn einan og sér. Þetta snýst um landbúnaðarkerfið í heild sinni. Ákveðin öfl í samfélaginu vilja brjóta niður stuðningskerfi landbúnaðarins og skeyta lítið um það sem tekur við, svo lengi sem þeirra eigin hagsmunum er borgið. Þetta er óábyrg afstaða.  Innflutningstollarnir eru hluti af landbúnaðarstefnu Íslands og þeim verður ekki breytt nema til komi sú heildarendurskoðun sem bæði ég og forsvarsaðilar bænda eru sammála um að þurfi að eiga sér stað.

Það gengur ekki að opna Ísland án þess að fá eitthvað í staðinn. Þetta er aðferðarfræði sem allsstaðar er viðurkennd, er fjarri því sér íslensk. Tollar eru fyrirbæri sem gagnast framleiðendum í viðskiptum. Ég fæ að selja hjá þér og þú færð í staðinn að selja hjá mér. Við munum ekki einhliða fella niður tolla á erlenda matvöru á meðan okkar útflutningsvörur, eins og lambakjötið og skyrið bera tolla þegar við seljum þær til annarra landa“, sagði Sigurður Ingi.

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...