Úða hreindýr með sjálflýsandi efni
Finnskir hreindýraeigendur úða hreindýr sín, einkum horn þeirra, með sjálflýsandi efni til að koma í veg fyrir að ekið sé á þau. Í gangi er tilraunaverkefni þar sem bæði horn dýranna og hluti af feldinum eru lituð. Árangursríkast er að lita hornin en nokkuð er um að hluti af feldinum sé einnig litaður.
Vitað er að um 4.000 hreindýr farast árlega í Norður-Noregi þegar bílar aka á þau. Flestir árekstrar af þessu tagi verða í nóvember og desember þegar dimmt er og hálka á vegum.
Norðmenn hafa kynnt sér málið en ekki fylgt enn í fótspor Finna. Norskir fjárbændur óttast að ullin á fénu klístrist við litunina og að hitavörnin sem ullin gefur minnki. Vegagerðin í Noregi hefur lýst sig reiðubúna til að leggja málinu lið.