Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Unaós við Héraðsflóa.
Unaós við Héraðsflóa.
Mynd / HKr.
Fréttir 7. ágúst 2019

Um 100 færri jarðir í eigu ríkisins en fyrir 20 árum

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Jörðum í eigu ríkisins hefur farið fækkandi á umliðnum árum, þær voru um 550 talsins um síðustu aldamót, þar af 142 eyðijarðir en eru nú 442. Jörðum í eignasafni ríkisins hefur þannig fækkað um 100 á tveimur áratugum. Einkum hefur jörðum í ríkiseigu fækkað vegna aukinnar sölu á landi til sveitarfélaga, sölu til ábúenda samkvæmt kaupréttarheimild og sölu jarða á almennum markaði.
 
Á sama tíma hefur það ekki verið stefna ríkisins að kaupa jarðir bænda sem bregða búi. Ríkið hefur þó keypt nokkrar jarðir eða landsvæði hin síðari ár og þá einkum vegna náttúrusjónarmiða.
 
Þetta kemur fram í nýrri eigendastefnu fyrir jarðir, land, lóðir og auðlindir í ríkiseigu sem fjármála- og efnahagsráðherra hefur samþykkt og kynnti á fundi ríkisstjórnar nýverið. Eigendastefna fyrir þennan málaflokk hefur ekki áður verið í gildi. Meginmarkmið ríkisins með nýrri eigendastefnu er að stuðla að faglegri umsýslu jarða, lands og auðlinda í þess eigu.
 
Almannahagsmunir ráði eignarhaldi
 
Fram kemur í skýrslu um nýju eigendastefnuna að markmið ríkisins með eignarhaldi á jörðum á ávallt að þjóna almannahagsmunum með vel skilgreindum hætti. Vissulega geti rök fyrir eignarhaldi einstakra jarða breyst í tímans rás eða ný komið fram. Bent er á í því samhengi að fyrir nokkrum árum var ekki þörf á því fyrir ríkið að eiga land til að tryggja aðgengi að ferðamannastöðum, en það hafi breyst hin síðari ár. Þess eru dæmi að jarðir í eigu ríkisins sem fáir heimsóttu áður séu nú fjölsóttir ferðamannastaðir
Kerfisbundin skoðun á jarðasafni ríksins hefur ekki verið gerð með tilliti til röksemda um almannahagsmuni en ljóst þykir að ríkið eigi töluverðan fjölda jarða þar sem litlir sem engir almannahagsmunir liggja að baki eignarhaldinu. Unnið er að því að greina jarðasafnið í þessu samhengi.
Gert er ráð fyrir að jarðir verði flokkaðar upp, m.a. þær jarðir sem ríkið vill eiga á grundvelli almannahagsmuna, jarðir sem til athugunar er að selja við hagstæðar markaðsaðstæður og jarðir sem ríkið hefur hag af að losna við sem fyrst. Einnig má nefna jarðir sem ríkið á eða hefur hug á að kaupa vegna náttúruverndar, eyðijarðir og eyðibýli og bújarðir.
 
Um 120 jarðir nýtanlegar til búrekstrar
 
Fram kemur í skýrslunni að um 120 bújarðir í eigu ríkisins séu vel nýtanlegar til búrekstrar. Mikilvægt sé að byggð haldist á sem flestum jörðum í sveitum landsins og að hentugar bújarðir í eigu ríkisins standi til boða – til landbúnaðar eða annarrar atvinnustarfsemi. Núverandi fyrirkomlag við ábúð sé að mörgu leyti sniðið að þjóðfélagsháttum fyrri tíma og hafi lítið breyst í tímans rás. Ráðast þurfi í tilteknar breytingar á því fyrirkomulagi til að kerfið geti betur stuðlað að búsetu og nýtingu jarða. Því verði skoðaðar leiðir sem aukið geta nýtingu jarðanna og eflt þar með byggðirnar.
 
Mikill kostnaður við ábúðarkerfið
 
Samkvæmt ábúðarkerfinu hvílir sú skylda á ríkinu að kaupa eignir og endurbætur ábúenda á ábúðarjörðinni á sérstöku matsverði. Á síðastliðnum 10 árum hefur ríkið lagt út um 570 milljónir króna vegna kaupa á eignum ábúenda við ábúðarlok, að meðaltali um 23 milljónir á hverja jörð. Alls eru 111 ábúðarsamningar í gildi og áætlað að heildarskuldbinding ríkisins vegna þeirra nemi um 2,5 milljörðum króna. Verði jörðin sett á ný í ábúð nægir afgjald jarðarinnar engan veginn til að standa undir kostnaði kerfisins. Eigi svo að vera sé ljóst að hækka þarf gjaldið það mikið að ólíklegt sé að nýir ábúendur taki við ríkisjörðum. Kostnaður við ábúðarkerfið og þeir verulegu gallar sem á því eru vekja spurningar um hvort ekki séu til skilvirkari leiðir til að styðja við landbúnaðinn og ábúendur.
 
Nýr eigandi taki upp fasta búsetu á jörðinni
 
Í nýrri eigendastefnu segir að hugað verði að sölu þeirra jarða þar sem almannahagsmunir eru ekki fyrir eignarhaldi ríkisins og það verði gert þegar markaðsaðstæður verði hagstæðar. Til að stuðla að búsetu og nýtingu jarðanna verða þær jarðir sem henta til búrekstrar seldar með skilyrðum um að nýr eigandi taki þar upp fasta búsetu og nýti landið til landbúnaðar, ferðaþjónustu eða sambærilegra nota til hagsbóta fyrir viðkomandi svæði. Einkum á þetta sjónarmið við um jarðir í brothættum byggðum og á jaðarsvæðum.
 
Þá kemur og fram að þeim jörðum eða landspildum sen henta til landbúnaðar en nýtanlegur húsakostur er ekki fyrir hendi verði ráðstafað til sölu eða leigu til beitar eða afnota af túnum. Munu bændur á aðliggjandi jörðum njóta þar forgangs. Til skoðunar er að selja eða leigja landspildur til sveitarfélaga sem hafa hagsmuni af nýtingu og búsetu á þeim. Þá verður endurskoðun gerð á leigufyrirkomulagi ríkisjarða til að auka möguleika þeirra sem byggja jarðir ríkisins á að stjórna uppbyggingarhraða og endurnýjunarþörf búsins. 
 

Skylt efni: Bújarðir | ríkisjarðir

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð
Fréttir 2. janúar 2025

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð

Vænlegast þykir enn sem komið er að horfa til notkunar á verkuðu votheyi til nýt...

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð
Fréttir 2. janúar 2025

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð

Lagt er til að hugtakið kolefniseining verði skilgreint í lögum og að þær verði ...

Búsæld seldi KS- hlutinn í heild
Fréttir 30. desember 2024

Búsæld seldi KS- hlutinn í heild

Búsæld seldi hlut sinn í Kjarnafæði Norðlenska (KN) í heild til Kaupfélags Skagf...

Styrkir til verslana
Fréttir 30. desember 2024

Styrkir til verslana

Sex dagvöruverslanir í minni byggðarlögum kringum landið hlutu styrki frá innvið...

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans
Fréttir 27. desember 2024

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans

Stefán Hrafn Magnússon, hreindýrabóndi í Grænlandi, hefur gróðursett tré á landi...

Kyngreining sæðis hafin
Fréttir 27. desember 2024

Kyngreining sæðis hafin

Við Nautastöð Bændasamtaka Íslands á Hesti í Borgarfirði hefur verið komið upp f...

Áskrift að Bændablaðinu 2025
Fréttir 27. desember 2024

Áskrift að Bændablaðinu 2025

Gefin eru út 23 tölublöð af Bændablaðinu ár hvert. Upplagi þess er dreift um all...

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...